The Stooges: The Weirdness - þrjár stjörnur 16. apríl 2007 08:15 Þó að platan standi gömlu meistaraverkunum langt að baki er á henni nóg af tilþrifum til að gleðja gamla aðdáendur. Detroit-sveitin The Stooges kom saman aftur fyrir fjórum árum og hefur verið að spila saman síðan, meðal annars í Hafnarhúsinu í fyrra. Þrír af upprunalegu meðlimunum, Iggy Pop og bræðurnir Ron og Scott Asheton, eru í bandinu í dag. Iggy syngur, Ron spilar á gítar og Scott á trommur, en fyrrum Minutemen-bassaleikarinn Mike Watt er kominn í stað þess fjórða, Dave Alexander sem lést árið 1975. Auk þess spilar saxófónleikarinn Steve Mackay á nýju plötunni, en hann vakti mikla athygli fyrir sinn hlut á Funhouse á sínum tíma. Fyrstu þrjár Stooges-plöturnar, The Stooges (1969), Funhouse (1970) og Raw Power (1973), eru allar á meðal merkustu verka rokksögunnar og hafa haft mikil áhrif á þær kynslóðir rokktónlistarmanna sem hafa komið fram síðan þær komu út. Það átti enginn von á því að The Weirdness yrði jafn mögnuð og fyrri plöturnar og það er hún sannarlega ekki. Í fyrsta lagi hafa þrjár fyrstu plöturnar hver sín sérkenni á meðan The Weirdness reynir bara að endurskapa hljóm fortíðarinnar. Í öðru lagi eru lagasmíðarnar ekki jafn sterkar og í þriðja lagi hafa textarnir ekki sama vægi. Þrátt fyrir þetta er The Weirdness ekkert slæm plata. Það er enn gaman að Stooges-sándinu og þó að tilþrif bræðranna Ron og Scott hljómi ekki jafn byltingarkennd í dag og fyrir tæpum fjörutíu árum er samt gaman að hlusta á þau ennþá. Steve Albini stjórnar upptökunum og hljómurinn er þar af leiðandi fínn, trommusándið er til dæmis frábært. Ef það er hægt að tala um einhverja breytingu á tónlistinni þá má kannski segja að það sé aðeins minni sýra í þessum nýju Stooges lögum og aðeins meiri blús. The Weirdness gleður gamla Stooges-hunda, en aðrir ættu frekar að snúa sé að gömlu meistaraverkunum. Trausti Júlíusson Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Detroit-sveitin The Stooges kom saman aftur fyrir fjórum árum og hefur verið að spila saman síðan, meðal annars í Hafnarhúsinu í fyrra. Þrír af upprunalegu meðlimunum, Iggy Pop og bræðurnir Ron og Scott Asheton, eru í bandinu í dag. Iggy syngur, Ron spilar á gítar og Scott á trommur, en fyrrum Minutemen-bassaleikarinn Mike Watt er kominn í stað þess fjórða, Dave Alexander sem lést árið 1975. Auk þess spilar saxófónleikarinn Steve Mackay á nýju plötunni, en hann vakti mikla athygli fyrir sinn hlut á Funhouse á sínum tíma. Fyrstu þrjár Stooges-plöturnar, The Stooges (1969), Funhouse (1970) og Raw Power (1973), eru allar á meðal merkustu verka rokksögunnar og hafa haft mikil áhrif á þær kynslóðir rokktónlistarmanna sem hafa komið fram síðan þær komu út. Það átti enginn von á því að The Weirdness yrði jafn mögnuð og fyrri plöturnar og það er hún sannarlega ekki. Í fyrsta lagi hafa þrjár fyrstu plöturnar hver sín sérkenni á meðan The Weirdness reynir bara að endurskapa hljóm fortíðarinnar. Í öðru lagi eru lagasmíðarnar ekki jafn sterkar og í þriðja lagi hafa textarnir ekki sama vægi. Þrátt fyrir þetta er The Weirdness ekkert slæm plata. Það er enn gaman að Stooges-sándinu og þó að tilþrif bræðranna Ron og Scott hljómi ekki jafn byltingarkennd í dag og fyrir tæpum fjörutíu árum er samt gaman að hlusta á þau ennþá. Steve Albini stjórnar upptökunum og hljómurinn er þar af leiðandi fínn, trommusándið er til dæmis frábært. Ef það er hægt að tala um einhverja breytingu á tónlistinni þá má kannski segja að það sé aðeins minni sýra í þessum nýju Stooges lögum og aðeins meiri blús. The Weirdness gleður gamla Stooges-hunda, en aðrir ættu frekar að snúa sé að gömlu meistaraverkunum. Trausti Júlíusson
Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira