Ólík öllu öðru 20. apríl 2007 07:30 The Doors Í nýju mixunum heyrast áður ónotaðir gítar- og píanókaflar. Bandaríska hljómsveitin The Doors fagnar því um þessar mundir með viðamikilli endurútgáfuröð að fjörutíu ár eru liðin frá útgáfu fyrstu Doors-plötunnar. Trausti Júlíusson rifjaði upp kynnin af þessari áhrifamiklu sveit og skoðaði nýju útgáfurnar. Þó að upphafleg liðsskipan hljómsveitarinnar The Doors hafi bara gefið út sex plötur á fjögurra ára tímabili hefur hún lifað góðu lífi í þau tæpu 36 ár sem eru liðin frá því að Jim Morrison dó í baðkari í íbúð í París. Enn safnast mikill hópur aðdáenda saman í Père Lachaise-kirkjugarðinum í París 3. júlí ár hvert til þess að minnast dauða hans og enn hljóma lög sveitarinnar reglulega í útvarpi um allan heim. Verk The Doors hafa verið margendurútgefin en undanfarið hefur enn verið bætt í það safn með nýjum og sérstaklega vönduðum útgáfum.Óvenjuleg hljóðfæraskipanThe Doors John Densmore, Ray Manzarek, Jim Morrison og Robbie Krieger.The Doors var stofnuð í Los Angeles í júlí árið 1965 af söngvaranum Jim Morrison og hljómborðsleikaranum Ray Manzarek sem báðir voru við kvikmyndanám í UCLA-skólanum. Fljótlega bættust gítarleikarinn Robbie Krieger og trommuleikarinn John Densmore í hópinn og sú fjögurra manna útgáfa af sveitinni sem átti eftir að hljóðrita öll hennar bestu verk var fullmótuð. Nafnið kom frá titli bókar Aldous Huxley um meskalín, The Doors of Perception, en frasinn er upprunalega frá skáldinu William Blake. The Doors vakti strax athygli fyrir óvenjulega hljóðfæraskipan. Í sveitinni var enginn bassaleikari, en Ray spilaði bassalínurnar á tónleikum með vinstri hendinni á Fender Rhodes bassahljómborð sem þá var nýkomið á markað. Með bestu frumsmíðum sögunnarByrjuðu vel Fyrsta breiðskífa The Doors þykir ein af bestu frumsmíðum sögunnar.Hljómsveitin gerði samning við Elektra-útgáfuna árið 1966 og fyrsta platan The Doors kom út árið á eftir. Hún þykir enn í dag ein af bestu frumsmíðum sögunnar. Á henni voru m.a. smáskífulagið Light My Fire sem sýndi hvers konar snillingur Ray Manzarek er á orgelið, Bertolt Brecht/Kurt Weill slagarinn Alabama Song og hið ellefu mínútna langa hádramatíska The End. Það sannaðist strax á fyrstu plötunni hvað meðlimir The Doors voru hæfileikaríkir. Tónlistin var sambland af blús, klassík, austurlenskri tónlist og poppi og líktist engu öðru. The Doors hélt áfram að sækja á nýjar slóðir tónlistarlega á Strange Days (1967), Waiting for the Sun (1968), The Soft Parade (1969), Morrison Hotel (1970) og L.A. Woman (1971). Nýjar hljóðblandanir og nýtt safnAllar sex Doors-plöturnar komu út í kassanum Perception seint á síðasta ári, endurhljóðblandaðar af eftirlifandi meðlimum sveitarinnar og Bruce Botnick, sem hljóðblandaði verkin á sínum tíma. Að sögn Manzarek lögðust þeir yfir upprunalegu upptökurnar og notuðu m.a. píanó- og gítarkafla sem ekki höfðu verið notaðir og bakraddir sungnar af Jim í nýju mixin. Þessar nýju útgáfur hljóma sérstaklega vel. Nú eru plöturnar komnar út hver fyrir sig auk nýrrar safnplötu, The Very Best of the Doors, sem er fáanleg bæði einföld og tvöföld. Tvöföldu útgáfunni fylgir DVD-diskur með tónleikum frá 1968. The Doors hélt áfram eftir fráfall Jim Morrison, en náði sér aldrei aftur á strik. The Doors er einstök sveit í rokksögunni og sönnun þess að stundum verður til eitthvað alveg sérstakt þegar ólíkir einstaklingar koma saman. Án Jim var The Doors ekki neitt, en samt er samspil gítarleiks Robby Krieger og hljómborðsleiks Ray Manzarek það sem setur mestan svip á tónlist sveitarinnar. Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Bandaríska hljómsveitin The Doors fagnar því um þessar mundir með viðamikilli endurútgáfuröð að fjörutíu ár eru liðin frá útgáfu fyrstu Doors-plötunnar. Trausti Júlíusson rifjaði upp kynnin af þessari áhrifamiklu sveit og skoðaði nýju útgáfurnar. Þó að upphafleg liðsskipan hljómsveitarinnar The Doors hafi bara gefið út sex plötur á fjögurra ára tímabili hefur hún lifað góðu lífi í þau tæpu 36 ár sem eru liðin frá því að Jim Morrison dó í baðkari í íbúð í París. Enn safnast mikill hópur aðdáenda saman í Père Lachaise-kirkjugarðinum í París 3. júlí ár hvert til þess að minnast dauða hans og enn hljóma lög sveitarinnar reglulega í útvarpi um allan heim. Verk The Doors hafa verið margendurútgefin en undanfarið hefur enn verið bætt í það safn með nýjum og sérstaklega vönduðum útgáfum.Óvenjuleg hljóðfæraskipanThe Doors John Densmore, Ray Manzarek, Jim Morrison og Robbie Krieger.The Doors var stofnuð í Los Angeles í júlí árið 1965 af söngvaranum Jim Morrison og hljómborðsleikaranum Ray Manzarek sem báðir voru við kvikmyndanám í UCLA-skólanum. Fljótlega bættust gítarleikarinn Robbie Krieger og trommuleikarinn John Densmore í hópinn og sú fjögurra manna útgáfa af sveitinni sem átti eftir að hljóðrita öll hennar bestu verk var fullmótuð. Nafnið kom frá titli bókar Aldous Huxley um meskalín, The Doors of Perception, en frasinn er upprunalega frá skáldinu William Blake. The Doors vakti strax athygli fyrir óvenjulega hljóðfæraskipan. Í sveitinni var enginn bassaleikari, en Ray spilaði bassalínurnar á tónleikum með vinstri hendinni á Fender Rhodes bassahljómborð sem þá var nýkomið á markað. Með bestu frumsmíðum sögunnarByrjuðu vel Fyrsta breiðskífa The Doors þykir ein af bestu frumsmíðum sögunnar.Hljómsveitin gerði samning við Elektra-útgáfuna árið 1966 og fyrsta platan The Doors kom út árið á eftir. Hún þykir enn í dag ein af bestu frumsmíðum sögunnar. Á henni voru m.a. smáskífulagið Light My Fire sem sýndi hvers konar snillingur Ray Manzarek er á orgelið, Bertolt Brecht/Kurt Weill slagarinn Alabama Song og hið ellefu mínútna langa hádramatíska The End. Það sannaðist strax á fyrstu plötunni hvað meðlimir The Doors voru hæfileikaríkir. Tónlistin var sambland af blús, klassík, austurlenskri tónlist og poppi og líktist engu öðru. The Doors hélt áfram að sækja á nýjar slóðir tónlistarlega á Strange Days (1967), Waiting for the Sun (1968), The Soft Parade (1969), Morrison Hotel (1970) og L.A. Woman (1971). Nýjar hljóðblandanir og nýtt safnAllar sex Doors-plöturnar komu út í kassanum Perception seint á síðasta ári, endurhljóðblandaðar af eftirlifandi meðlimum sveitarinnar og Bruce Botnick, sem hljóðblandaði verkin á sínum tíma. Að sögn Manzarek lögðust þeir yfir upprunalegu upptökurnar og notuðu m.a. píanó- og gítarkafla sem ekki höfðu verið notaðir og bakraddir sungnar af Jim í nýju mixin. Þessar nýju útgáfur hljóma sérstaklega vel. Nú eru plöturnar komnar út hver fyrir sig auk nýrrar safnplötu, The Very Best of the Doors, sem er fáanleg bæði einföld og tvöföld. Tvöföldu útgáfunni fylgir DVD-diskur með tónleikum frá 1968. The Doors hélt áfram eftir fráfall Jim Morrison, en náði sér aldrei aftur á strik. The Doors er einstök sveit í rokksögunni og sönnun þess að stundum verður til eitthvað alveg sérstakt þegar ólíkir einstaklingar koma saman. Án Jim var The Doors ekki neitt, en samt er samspil gítarleiks Robby Krieger og hljómborðsleiks Ray Manzarek það sem setur mestan svip á tónlist sveitarinnar.
Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira