Gróska í óperusmíð 18. maí 2007 07:00 Vaxandi áhugi á óperuforminu. Fráfarandi óperustjóri Íslensku óperunnar, Bjarni Daníelsson, er bjartsýnn á framhaldið. MYND/Heiða Heimsókn óperustjóra sem halda samráðsfund hér á landi um framtíðarhorfur listgreinarinnar er kærkomið innlegg í umræðu um tónlistarhús og óperuflutning. Í dag verða einnig kynntar þrjár nýjar íslenskar óperur sem eru í smíðum. Árlegur samráðsfundur óperustjóra í Íslensku óperunni við Ingólfstræti hefst í dag. Það eru óperustjórar og nánustu samstarfsmenn þeirra frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum sem koma saman og er yfirskriftin „nýsmíði óperuverka“. Nýjar óperur setja mark sitt á starfsemi gamalla og nýrra óperuhúsa austan hafs og vestan. Munu óperustjórarnir bera saman bækur sínar og meðal annars fjalla um aukna nýsmíði ópera sem hefur átt sér stað í Evrópu á undanförnum árum. Óperustjórarnir á þinginu koma frá Konunglegu dönsku óperunni, Norsku óperunni, Konunglegu óperunni í Stokkhólmi, Gautarborgaróperunni, Óperunni í Malmö, Óperunni í Umeå í Svíþjóð, Finnsku þjóðaróperunni, Lettnesku þjóðaróperunni og Eistnesku þjóðaróperunni. Þeir munu ekki síður ræða þá uppsveiflu sem hefur verið í byggingu óperuhúsa í Evrópu á undanförnum árum og nokkrir þátttakendur á þinginu stjórna nýbyggðum óperuhúsum. Til dæmis er Konunglega danska óperan í nýju húsnæði, nýtt húsnæði er í smíðum fyrir Norsku óperuna og er áætlað að það opni í apríl 2008. Ekki er langt síðan Finnska þjóðaróperan flutti í nýtt húsnæði sem og Gautaborgaróperan. Því er heimsókn óperustjóranna hingað kærkomin, beint inn í umræðu hér á landi um tónlistarhús með einhverja möguleika til óperuflutnings og ekki síður þá framtíðarsýn að nýtt óperu- og söngleikjahús rísi í Kópavogi. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur skipað undirbúningsnefnd fyrir byggingu á húsnæði fyrir Íslensku óperuna í Kópavogi og er nýráðinn óperustjóri, Stefán Baldursson, fulltrúi Óperunnar í nefndinni. Gunnar I. Birgisson, Ómar Stefánsson, og Guðríður Arnardóttir sitja í nefndinni fyrir hönd Kópavogsbæjar og Jón Helgi Guðmundsson fyrir hönd BYKO. Aðrir fjárfestar hafa ekki enn tilnefnt aðila í nefndina en áætlað er að fyrsti fundur verði í næstu viku. Bjarni segir mikinn áhuga meðal tónskálda og annarra óperulistamanna á að endurskoða óperuformið og færa það meira til nútímans. „Það er víða mikil gróska í óperuritun og það hefur gerst á mjög skömmum tíma,“ segir hann og kveðst afar bjartsýnn á framtíð íslenskrar óperuritunar. „Við Íslendingar erum nú vanalega ekki neinir eftirbátar þegar kemur að nýjum straumum,“ segir hann að lokum. Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Heimsókn óperustjóra sem halda samráðsfund hér á landi um framtíðarhorfur listgreinarinnar er kærkomið innlegg í umræðu um tónlistarhús og óperuflutning. Í dag verða einnig kynntar þrjár nýjar íslenskar óperur sem eru í smíðum. Árlegur samráðsfundur óperustjóra í Íslensku óperunni við Ingólfstræti hefst í dag. Það eru óperustjórar og nánustu samstarfsmenn þeirra frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum sem koma saman og er yfirskriftin „nýsmíði óperuverka“. Nýjar óperur setja mark sitt á starfsemi gamalla og nýrra óperuhúsa austan hafs og vestan. Munu óperustjórarnir bera saman bækur sínar og meðal annars fjalla um aukna nýsmíði ópera sem hefur átt sér stað í Evrópu á undanförnum árum. Óperustjórarnir á þinginu koma frá Konunglegu dönsku óperunni, Norsku óperunni, Konunglegu óperunni í Stokkhólmi, Gautarborgaróperunni, Óperunni í Malmö, Óperunni í Umeå í Svíþjóð, Finnsku þjóðaróperunni, Lettnesku þjóðaróperunni og Eistnesku þjóðaróperunni. Þeir munu ekki síður ræða þá uppsveiflu sem hefur verið í byggingu óperuhúsa í Evrópu á undanförnum árum og nokkrir þátttakendur á þinginu stjórna nýbyggðum óperuhúsum. Til dæmis er Konunglega danska óperan í nýju húsnæði, nýtt húsnæði er í smíðum fyrir Norsku óperuna og er áætlað að það opni í apríl 2008. Ekki er langt síðan Finnska þjóðaróperan flutti í nýtt húsnæði sem og Gautaborgaróperan. Því er heimsókn óperustjóranna hingað kærkomin, beint inn í umræðu hér á landi um tónlistarhús með einhverja möguleika til óperuflutnings og ekki síður þá framtíðarsýn að nýtt óperu- og söngleikjahús rísi í Kópavogi. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur skipað undirbúningsnefnd fyrir byggingu á húsnæði fyrir Íslensku óperuna í Kópavogi og er nýráðinn óperustjóri, Stefán Baldursson, fulltrúi Óperunnar í nefndinni. Gunnar I. Birgisson, Ómar Stefánsson, og Guðríður Arnardóttir sitja í nefndinni fyrir hönd Kópavogsbæjar og Jón Helgi Guðmundsson fyrir hönd BYKO. Aðrir fjárfestar hafa ekki enn tilnefnt aðila í nefndina en áætlað er að fyrsti fundur verði í næstu viku. Bjarni segir mikinn áhuga meðal tónskálda og annarra óperulistamanna á að endurskoða óperuformið og færa það meira til nútímans. „Það er víða mikil gróska í óperuritun og það hefur gerst á mjög skömmum tíma,“ segir hann og kveðst afar bjartsýnn á framtíð íslenskrar óperuritunar. „Við Íslendingar erum nú vanalega ekki neinir eftirbátar þegar kemur að nýjum straumum,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira