Sautján ára söngdrottning 26. maí 2007 16:00 Hin sautján ára Jordin Sparks var valin sigurvegari American Idol. MYND/AFP Hin sautján ára Jordin Sparks vann á dögunum söngvarakeppnina American Idol. Bar hún sigurorð af Blake Lewis, 25 ára pilti frá Washington. Úrslitaviðureignin var haldin í Kodak-leikhúsinu í Hollywood og var henni sjónvarpað beint víðs vegar um heiminn, þar á meðal til Íslands. Sparks segist hafa fylgst með American Idol síðan hún var tólf ára og strax þá var hún ákveðin í að ná langt í þættinum. „Ég hef reynt að gera sífellt betur í hverri viku,“ sagði Sparks um Idol-ævintýrið. „Eftir að ég söng lögin mín hugsaði ég hvernig ég gæti staðið mig álíka vel eða betur.“ Bæði Sparks og Lewis sungu lagið This Is My Now sem var valið til flutnings í nýrri lagakeppni á netinu. Var dómarinn Simon Cowell hæstánægður með frammistöðu Sparks. Stóð val áhorfenda á endanum á milli þess að velja betri söngvarann, Sparks, eða betri skemmtikraft, Lewis, og voru áhorfendur, sem greiddu 74 milljónir atkvæða, á endanum hrifnari af Sparks. Hlaut hún að launum plötusamning fyrir sigurinn og líklega mun Lewis feta í fótspor hennar. Á meðal þeirra sem komu fram á úrslitakvöldinu voru þekkt nöfn á borð við Gwen Stefani, Smokey Robinson, Tony Bennett, Bette Midler og Green Day. Eldri sigurvegarar úr Idol á borð við Rubin Studdard og Kelly Clarkson stigu einnig á svið og skemmtu áhorfendum. „Hún er frábær söngkona,“ sagði Robinson um Sparks. „Hún syngur svo vel að það er erfitt að trúa því að hún sé sautján ára. Að syngja svona þyrftirðu að hafa lifað í langan tíma. Hún er gömul sál.“ Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hin sautján ára Jordin Sparks vann á dögunum söngvarakeppnina American Idol. Bar hún sigurorð af Blake Lewis, 25 ára pilti frá Washington. Úrslitaviðureignin var haldin í Kodak-leikhúsinu í Hollywood og var henni sjónvarpað beint víðs vegar um heiminn, þar á meðal til Íslands. Sparks segist hafa fylgst með American Idol síðan hún var tólf ára og strax þá var hún ákveðin í að ná langt í þættinum. „Ég hef reynt að gera sífellt betur í hverri viku,“ sagði Sparks um Idol-ævintýrið. „Eftir að ég söng lögin mín hugsaði ég hvernig ég gæti staðið mig álíka vel eða betur.“ Bæði Sparks og Lewis sungu lagið This Is My Now sem var valið til flutnings í nýrri lagakeppni á netinu. Var dómarinn Simon Cowell hæstánægður með frammistöðu Sparks. Stóð val áhorfenda á endanum á milli þess að velja betri söngvarann, Sparks, eða betri skemmtikraft, Lewis, og voru áhorfendur, sem greiddu 74 milljónir atkvæða, á endanum hrifnari af Sparks. Hlaut hún að launum plötusamning fyrir sigurinn og líklega mun Lewis feta í fótspor hennar. Á meðal þeirra sem komu fram á úrslitakvöldinu voru þekkt nöfn á borð við Gwen Stefani, Smokey Robinson, Tony Bennett, Bette Midler og Green Day. Eldri sigurvegarar úr Idol á borð við Rubin Studdard og Kelly Clarkson stigu einnig á svið og skemmtu áhorfendum. „Hún er frábær söngkona,“ sagði Robinson um Sparks. „Hún syngur svo vel að það er erfitt að trúa því að hún sé sautján ára. Að syngja svona þyrftirðu að hafa lifað í langan tíma. Hún er gömul sál.“
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira