Ampop notar Star Wars-tækni 10. júní 2007 09:00 Hljómsveitin Ampop studdist við „green screen“ tækni í sínu nýjasta myndbandi. Hljómsveitin Ampop notaðist við svokallaða „green screen“ tækni við upptökur á nýjasta myndbandi sínu við lagið Gets Me Down. Er það að finna á plötunni Sail to the Moon sem kom út fyrir síðustu jól. Æskufélagi Birgis og Kjartans úr Ampop, Arnar Ívarsson, leikstýrði myndbandinu. „Hann er búinn að vera frá blautu barnsbeini ofboðslegur Star Wars-aðdáandi. Hann hefur verið að gera litlar myndir sem styðjast við sömu tæknibrellur. Það má segja að hann sé af tækniskólanum,“ segir Birgir. „Það var ákveðið að fara þessa „green screen“ leið sem er sama tækni og er notuð af Spielberg og félögum, þannig að við vorum í góðum höndum.“ Að sögn Birgis tóku upptökur á myndbandinu einn dag en eftirvinnslan tók töluvert lengri tíma en þeir félagar bjuggust við. „Smáskífan kom út í lok nóvember í fyrra og við ætluðum að ná þessu upp úr áramótunum en tæknivinnan og metnaður leikstjórans var svo mikill að þetta var bara að detta inn í seinustu viku.“ Birgir tekur þó fram að biðin hafi verið þess virði og rúmlega það. „Ég er alltaf að ganga sama veginn í myndbandinu en textinn fjallar um endurtekningarnar í lífinu, að festast í sama farinu og ná sér ekki út úr því. Viedóið gengur út á það.“ Ampop spilar hérna heima á þjóðhátíðardaginn 17. júní og seinna í sumar stefnir sveitin á tónleikahald í Manchester og hugsanlega í London. Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hljómsveitin Ampop notaðist við svokallaða „green screen“ tækni við upptökur á nýjasta myndbandi sínu við lagið Gets Me Down. Er það að finna á plötunni Sail to the Moon sem kom út fyrir síðustu jól. Æskufélagi Birgis og Kjartans úr Ampop, Arnar Ívarsson, leikstýrði myndbandinu. „Hann er búinn að vera frá blautu barnsbeini ofboðslegur Star Wars-aðdáandi. Hann hefur verið að gera litlar myndir sem styðjast við sömu tæknibrellur. Það má segja að hann sé af tækniskólanum,“ segir Birgir. „Það var ákveðið að fara þessa „green screen“ leið sem er sama tækni og er notuð af Spielberg og félögum, þannig að við vorum í góðum höndum.“ Að sögn Birgis tóku upptökur á myndbandinu einn dag en eftirvinnslan tók töluvert lengri tíma en þeir félagar bjuggust við. „Smáskífan kom út í lok nóvember í fyrra og við ætluðum að ná þessu upp úr áramótunum en tæknivinnan og metnaður leikstjórans var svo mikill að þetta var bara að detta inn í seinustu viku.“ Birgir tekur þó fram að biðin hafi verið þess virði og rúmlega það. „Ég er alltaf að ganga sama veginn í myndbandinu en textinn fjallar um endurtekningarnar í lífinu, að festast í sama farinu og ná sér ekki út úr því. Viedóið gengur út á það.“ Ampop spilar hérna heima á þjóðhátíðardaginn 17. júní og seinna í sumar stefnir sveitin á tónleikahald í Manchester og hugsanlega í London.
Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira