Grenivík eignar sér Ægissíðu 19. júní 2007 05:00 Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson stafsetti Ægisíðu vitlaust á nýjustu plötu sinni. MYND/GVA „Ég var alveg viss um að þetta væri með tveimur essum. Þetta eru bara mín mistök,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson um lagið Ægissíða, sem er misritað á nýjustu plötu hans Hagamelur. Jóni var bent á mistökin á tónleikum sínum á Grenivík á dögunum þar sem gatan Ægissíða liggur um bæinn. Þar í bæ er hún aftur á móti skrifuð með tveimur essum. Þess má jafnframt geta að húsið Hagamelur er einnig til á Grenivík, sem gerir tengingu plötunnar við bæjarfélagið ennþá merkilegri. „Þeir eru að reyna að eigna sér lagið og það er hið besta mál. Ég hef bara aldrei labbað fjöruna þar. Þetta gerir það kannski að verkum að fleiri geta tekið þetta til sín, þessa gönguferð mína um Ægisíðuna,“ segir Jón. „Þetta er eitthvað sem enginn hafði minnst á fyrr en á Grenivík. Ég held að Reykvíkingar séu kannski ekki með það á hreinu hvernig á að skrifa Ægisíða.“ Jón leggur til að í stað þess að fimm þúsund eintök af plötunni verði innkölluð bregðist Reykjavíkurborg við mistökunum með því að skipta um götuskiltin sem merkt eru Ægisíða. Þannig verði málið leyst á afar farsælan hátt. Hagamelur hefur verið söluhæsta plata landsins að undanförnu og er Jón vitaskuld hæstánægður með það. „Þetta er mjög gaman en eftir því sem árunum fjölgar kippir maður sér minna upp við þetta. Nú er það mitt mál að halda disknum gangandi út sumarið og helst reyna að láta hann svífa yfir í jólatraffíkina,“ segir hann. Jón, sem hélt útgáfutónleika í Iðnó fyrir skömmu, er kominn í nokkurra vikna frí en heldur síðan ótrauður áfram með tónleikahald síðar í sumar. Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég var alveg viss um að þetta væri með tveimur essum. Þetta eru bara mín mistök,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson um lagið Ægissíða, sem er misritað á nýjustu plötu hans Hagamelur. Jóni var bent á mistökin á tónleikum sínum á Grenivík á dögunum þar sem gatan Ægissíða liggur um bæinn. Þar í bæ er hún aftur á móti skrifuð með tveimur essum. Þess má jafnframt geta að húsið Hagamelur er einnig til á Grenivík, sem gerir tengingu plötunnar við bæjarfélagið ennþá merkilegri. „Þeir eru að reyna að eigna sér lagið og það er hið besta mál. Ég hef bara aldrei labbað fjöruna þar. Þetta gerir það kannski að verkum að fleiri geta tekið þetta til sín, þessa gönguferð mína um Ægisíðuna,“ segir Jón. „Þetta er eitthvað sem enginn hafði minnst á fyrr en á Grenivík. Ég held að Reykvíkingar séu kannski ekki með það á hreinu hvernig á að skrifa Ægisíða.“ Jón leggur til að í stað þess að fimm þúsund eintök af plötunni verði innkölluð bregðist Reykjavíkurborg við mistökunum með því að skipta um götuskiltin sem merkt eru Ægisíða. Þannig verði málið leyst á afar farsælan hátt. Hagamelur hefur verið söluhæsta plata landsins að undanförnu og er Jón vitaskuld hæstánægður með það. „Þetta er mjög gaman en eftir því sem árunum fjölgar kippir maður sér minna upp við þetta. Nú er það mitt mál að halda disknum gangandi út sumarið og helst reyna að láta hann svífa yfir í jólatraffíkina,“ segir hann. Jón, sem hélt útgáfutónleika í Iðnó fyrir skömmu, er kominn í nokkurra vikna frí en heldur síðan ótrauður áfram með tónleikahald síðar í sumar.
Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira