Hljómsveitin B.Sig. heldur tónleika á Gauki á Stöng í kvöld. B.Sig., sem er hugarfóstur handboltakappans Bjarka Sigurðssonar, gaf nýlega út sína fyrstu plötu, Good Morning Mr. Evening, sem hefur fengið góðar viðtökur.
Auk B.Sig kemur fram á Gauknum söngkonan Elín Eyþórsdóttir og flytur hugljúfa tóna sína. Húsið opnar klukkan 22.00 og kostar 1.000 krónur inn.