Blúsinn trekkir að á Ólafsfirði 1. júlí 2007 02:30 Deitra Farr er mjög þekkt innan blúsheimsins og þykir búa yfir óviðjafnanlegri rödd. „Hátíðin er alltaf að vaxa. Í fyrstu var þetta ein kvöldskemmtun en nú er þetta þriggja daga hátíð með öllu tilheyrandi,“ segir Gísli Rúnar Gíslason, aðalskipuleggjandi Blúshátíðarinnar á Ólafsfirði, en hún var haldin í áttunda sinn um helgina. Margir landsþekktir tónlistarmenn komu fram á hátíðinni í ár og þó að blúsinn hafi verið í forgrunni eins og ávallt er óhætt að segja að boðið hafi verið upp á tónlist af ýmsu tagi á Ólafsfirði um helgina. „Það var farið út í flesta sálma um helgina og djassarar og popparar ættu að hafa getað fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Á meðal þeirra sem komu fram á hátíðinni í ár voru Pálmi Gunnarsson, Friðrik Ómar Hjörleifsson, Guðrún Gunnarsdóttir og margir fleiri. Hápunktur hátíðarinnar var síðan í gærkvöldi þar sem blúsdrottningin Deitra Farr kom fram ásamt stórsveitinni The Riott, sem Jón Ólafsson, Björn Thoroddsen og fleiri mætir listamenn skipa. Samhliða blúshátíðinni var haldinn stærðarinnar útimarkaður í auk þess sem leiktæki voru á staðnum fyrir yngri kynslóðina. „Þessi hátíð er farin að skipta sífellt meira máli og blæs miklu lífi í þetta bæjarfélag á hverju ári,“ segir Gísli Rúnar. Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Hátíðin er alltaf að vaxa. Í fyrstu var þetta ein kvöldskemmtun en nú er þetta þriggja daga hátíð með öllu tilheyrandi,“ segir Gísli Rúnar Gíslason, aðalskipuleggjandi Blúshátíðarinnar á Ólafsfirði, en hún var haldin í áttunda sinn um helgina. Margir landsþekktir tónlistarmenn komu fram á hátíðinni í ár og þó að blúsinn hafi verið í forgrunni eins og ávallt er óhætt að segja að boðið hafi verið upp á tónlist af ýmsu tagi á Ólafsfirði um helgina. „Það var farið út í flesta sálma um helgina og djassarar og popparar ættu að hafa getað fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Á meðal þeirra sem komu fram á hátíðinni í ár voru Pálmi Gunnarsson, Friðrik Ómar Hjörleifsson, Guðrún Gunnarsdóttir og margir fleiri. Hápunktur hátíðarinnar var síðan í gærkvöldi þar sem blúsdrottningin Deitra Farr kom fram ásamt stórsveitinni The Riott, sem Jón Ólafsson, Björn Thoroddsen og fleiri mætir listamenn skipa. Samhliða blúshátíðinni var haldinn stærðarinnar útimarkaður í auk þess sem leiktæki voru á staðnum fyrir yngri kynslóðina. „Þessi hátíð er farin að skipta sífellt meira máli og blæs miklu lífi í þetta bæjarfélag á hverju ári,“ segir Gísli Rúnar.
Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira