Velkomin aftur 5. júlí 2007 01:00 Icky Thump The White Stripes HHHH Hrá, grípandi og sveitt. Já, dúettinn The White Stripes er aftur búinn að finna fjölina sína. Einmitt þegar ég hélt að White Stripes væru búin að „missa það“ snúa þau tvíefld til baka og stinga puttanum beint framan í okkur efasemdamennina. En hvað átti maður annars að halda? Get Behind Me Satan var nær sálarlaus með öllu og virkaði líkt og herra Jack White væri eingöngu að þessu peninganna vegna. Ekki skánaði dæmið þegar The Raconteurs birtist í fyrra. „Vá“ hugsuðu væntanlega margir með sér þá. „Leiðinlegur framapotagrautur“ var hins vegar það sem flaug í gegnum huga minn. Og ég þori alveg að viðurkenna mistök mín núna, ég gafst upp á Jack White alltof fljótt. Icky Thump er samt kannski ekki besta verk White Stripes til þessa en svífur á köflum léttilega inn í flokkinn með A+ efni sveitarinnar. Það fyrsta sem maður tekur eftir á plötunni er að spilagleðin er augljóslega aftur höfð í fyrirrúmi og á þeim stundum er nefið hans Jack hvað næmast fyrir vænum melódíum. Önnur gleði, sköpunargleðin, blómstrar einnig á ný. Tilraunamennskan fer samt aldrei í gönur sem er ein mesta snilldin við The White Stripes. Einfalt afturhvarfsrokk sem hefur verið kryddað þannig að það helst nýtt og brakandi ferskt. Besta dæmið er lagið Conquest. Gamalt Patti Page lag sem var upprunalega samið af Corkey Robbin. Stórkostlegur rokkslagari með líflegum slurk af mexíkósku trompeti sem tónar á fáránlega flottan hátt við nagandi gítarriff Jack. Hráustu gítartónarnir eins og í fyrrnefndu lagi, 300 M.P.H. Torrential Outpour Blues, Catch Hell Blues og eiginlega flestum lögum plötunnar eru líka þeim hæfileikum gæddir að fá mömmur til þess að öskra á mann að lækka í í tónlistinni. Yfirleitt þegar slíkt gerist eru menn á réttri braut. Mikið lifandi skelfingar ósköp er ég feginn að ég hafði rangt fyrir mér varðandi Jack White... og auðvitað Meg líka. Icky Thump er með bestu plötum ársins og sannar enn og aftur hvað einfaldleikinn getur gefið mikið af sér. Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Einmitt þegar ég hélt að White Stripes væru búin að „missa það“ snúa þau tvíefld til baka og stinga puttanum beint framan í okkur efasemdamennina. En hvað átti maður annars að halda? Get Behind Me Satan var nær sálarlaus með öllu og virkaði líkt og herra Jack White væri eingöngu að þessu peninganna vegna. Ekki skánaði dæmið þegar The Raconteurs birtist í fyrra. „Vá“ hugsuðu væntanlega margir með sér þá. „Leiðinlegur framapotagrautur“ var hins vegar það sem flaug í gegnum huga minn. Og ég þori alveg að viðurkenna mistök mín núna, ég gafst upp á Jack White alltof fljótt. Icky Thump er samt kannski ekki besta verk White Stripes til þessa en svífur á köflum léttilega inn í flokkinn með A+ efni sveitarinnar. Það fyrsta sem maður tekur eftir á plötunni er að spilagleðin er augljóslega aftur höfð í fyrirrúmi og á þeim stundum er nefið hans Jack hvað næmast fyrir vænum melódíum. Önnur gleði, sköpunargleðin, blómstrar einnig á ný. Tilraunamennskan fer samt aldrei í gönur sem er ein mesta snilldin við The White Stripes. Einfalt afturhvarfsrokk sem hefur verið kryddað þannig að það helst nýtt og brakandi ferskt. Besta dæmið er lagið Conquest. Gamalt Patti Page lag sem var upprunalega samið af Corkey Robbin. Stórkostlegur rokkslagari með líflegum slurk af mexíkósku trompeti sem tónar á fáránlega flottan hátt við nagandi gítarriff Jack. Hráustu gítartónarnir eins og í fyrrnefndu lagi, 300 M.P.H. Torrential Outpour Blues, Catch Hell Blues og eiginlega flestum lögum plötunnar eru líka þeim hæfileikum gæddir að fá mömmur til þess að öskra á mann að lækka í í tónlistinni. Yfirleitt þegar slíkt gerist eru menn á réttri braut. Mikið lifandi skelfingar ósköp er ég feginn að ég hafði rangt fyrir mér varðandi Jack White... og auðvitað Meg líka. Icky Thump er með bestu plötum ársins og sannar enn og aftur hvað einfaldleikinn getur gefið mikið af sér.
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira