Bakkabræður vildu Nínu og Álfheiði Björk 6. júlí 2007 00:15 Pétur Örn Guðmundsson og félagar í Dúndurfréttum fengu væna summu fyrir að skemmta Bakkavararbræðrum um helgina. Þrír meðlimir hljómsveitarinnar Dúndurfrétta mættu í veiðihúsið við Kjarrá síðastliðinn sunnudag til þess að spila fyrir góðan hóp gesta. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fóru Bakkavararbræður þar fremstir í flokki og buðu þeir upp á bæði dýrindis kálfakjöt og eðalvín. Pétur Örn Guðmundsson, söngvari Dúndurfrétta, sagðist ekki geta staðfest þær fréttir að Bakkavararmenn hefðu staðið fyrir veislunni. „Ég þekki ekki andlitið á neinum sem er ríkari en ég,” segir hann og hlær. „Við vorum beðnir um að koma þarna með örskömmum fyrirvara og gerðum það. Umboðsmaðurinn okkar fékk beiðni um að redda einhverjum sem gæti sungið og spilað. Við vorum að keyra frá Sauðárkróki á sunnudagseftirmiðdegi þegar hann hringdi og bað um að við myndum renna þarna upp eftir.“ Drengirnir munu hafa fengið væna fúlgu fyrir spilamennskuna, allt að 150 þúsund krónur á mann. „Við fengum að minnsta kosti betur borgað en gengur og gerist fyrir svona,“ segir Pétur sem ekki er fáanlegur til þess að gefa upp nákvæma krónutölu. „Við vorum mjög sáttir við okkar hlut og ég held sömuleiðis að gestirnir hafi verið sáttir við okkur.“ Lagalistinn samanstóð að mestu af íslenskum stuðlögum samkvæmt Pétri. „Þeir voru duglegir að biðja um Nínu og Álfheiði Björk. Við þurftum að spila þau lög þrisvar sinnum en tókum aðeins í taumana þegar beðið var um þau í fjórða skiptið,“ segir hann og hlær. Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Þrír meðlimir hljómsveitarinnar Dúndurfrétta mættu í veiðihúsið við Kjarrá síðastliðinn sunnudag til þess að spila fyrir góðan hóp gesta. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fóru Bakkavararbræður þar fremstir í flokki og buðu þeir upp á bæði dýrindis kálfakjöt og eðalvín. Pétur Örn Guðmundsson, söngvari Dúndurfrétta, sagðist ekki geta staðfest þær fréttir að Bakkavararmenn hefðu staðið fyrir veislunni. „Ég þekki ekki andlitið á neinum sem er ríkari en ég,” segir hann og hlær. „Við vorum beðnir um að koma þarna með örskömmum fyrirvara og gerðum það. Umboðsmaðurinn okkar fékk beiðni um að redda einhverjum sem gæti sungið og spilað. Við vorum að keyra frá Sauðárkróki á sunnudagseftirmiðdegi þegar hann hringdi og bað um að við myndum renna þarna upp eftir.“ Drengirnir munu hafa fengið væna fúlgu fyrir spilamennskuna, allt að 150 þúsund krónur á mann. „Við fengum að minnsta kosti betur borgað en gengur og gerist fyrir svona,“ segir Pétur sem ekki er fáanlegur til þess að gefa upp nákvæma krónutölu. „Við vorum mjög sáttir við okkar hlut og ég held sömuleiðis að gestirnir hafi verið sáttir við okkur.“ Lagalistinn samanstóð að mestu af íslenskum stuðlögum samkvæmt Pétri. „Þeir voru duglegir að biðja um Nínu og Álfheiði Björk. Við þurftum að spila þau lög þrisvar sinnum en tókum aðeins í taumana þegar beðið var um þau í fjórða skiptið,“ segir hann og hlær.
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira