Lagi Magna stolið frá Rás 2 21. júlí 2007 04:45 Rokkarinn Magni er mjög sáttur við sína fyrstu sólóplötu. „Fólk er orðið frekar tæknivætt þegar það er farið að gera svona hluti. Ég botna ekkert í þessu," segir Magni Ásgeirsson, en nýjasta lag hans, If I Promised You The World, er komið í dreifingu á netinu án hans samþykkis. Erlendir aðdáendur Magna hafa beðið í ofvæni eftir fyrstu sólóplötu hans sem kemur út hérlendis og á iTunes í lok mánaðarins. Tókst einhverjum þeirra að stela nýja laginu af heimasíðu Rásar 2, þar sem það var frumflutt á dögunum. Einnig hafa hinir æstu aðdáendur tekið lög af MySpace-síðu Magna sem eiga að vera vernduð gegn þjófnaði. Platan heitir einfaldlega Magni og segist rokkaranum ekki hafa dottið neitt skárra nafn í hug. „Af því að hún er á ensku en er gefin út á Íslandi og líka á iTunes þá er hún þannig séð gefin út alls staðar. Það var ekki hægt að láta hana heita íslensku nafni og ekki heldur ensku þannig að þetta er fín lausn." Magni, sem var upptekinn við sveitastörf á traktori þegar Fréttablaðið ræddi við hann, segist vera mjög sáttur við plötuna. „Hún „sándar" alveg frábærlega og ég er mjög hreykinn af útkomunni. Það gekk allt upp einhvern veginn en ég á eftir að sjá hana fullbúna. Vonandi hefur ekkert klúðrast." Magni, sem tók plötuna upp í Danmörku, gefur hana út sjálfur og segir það skipta miklu máli. „Þetta gefur manni fullkomið frelsi og það er enginn sem getur sagt þér að gera neitt. Þarna á maður líka allt sjálfur og enginn getur tekið neitt af þér. Maður stendur bara og fellur með þessu sjálfur." Útgáfutónleikar vegna nýju plötunnar verða haldnir á Borgarfirði eystri, heimaslóðum Magna, þann 27. júlí næstkomandi. Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Fólk er orðið frekar tæknivætt þegar það er farið að gera svona hluti. Ég botna ekkert í þessu," segir Magni Ásgeirsson, en nýjasta lag hans, If I Promised You The World, er komið í dreifingu á netinu án hans samþykkis. Erlendir aðdáendur Magna hafa beðið í ofvæni eftir fyrstu sólóplötu hans sem kemur út hérlendis og á iTunes í lok mánaðarins. Tókst einhverjum þeirra að stela nýja laginu af heimasíðu Rásar 2, þar sem það var frumflutt á dögunum. Einnig hafa hinir æstu aðdáendur tekið lög af MySpace-síðu Magna sem eiga að vera vernduð gegn þjófnaði. Platan heitir einfaldlega Magni og segist rokkaranum ekki hafa dottið neitt skárra nafn í hug. „Af því að hún er á ensku en er gefin út á Íslandi og líka á iTunes þá er hún þannig séð gefin út alls staðar. Það var ekki hægt að láta hana heita íslensku nafni og ekki heldur ensku þannig að þetta er fín lausn." Magni, sem var upptekinn við sveitastörf á traktori þegar Fréttablaðið ræddi við hann, segist vera mjög sáttur við plötuna. „Hún „sándar" alveg frábærlega og ég er mjög hreykinn af útkomunni. Það gekk allt upp einhvern veginn en ég á eftir að sjá hana fullbúna. Vonandi hefur ekkert klúðrast." Magni, sem tók plötuna upp í Danmörku, gefur hana út sjálfur og segir það skipta miklu máli. „Þetta gefur manni fullkomið frelsi og það er enginn sem getur sagt þér að gera neitt. Þarna á maður líka allt sjálfur og enginn getur tekið neitt af þér. Maður stendur bara og fellur með þessu sjálfur." Útgáfutónleikar vegna nýju plötunnar verða haldnir á Borgarfirði eystri, heimaslóðum Magna, þann 27. júlí næstkomandi.
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira