Rottweiler ráðast á eftirlitsþjóðfélagið 31. júlí 2007 04:45 Rottweilerhundarnir fengu fjölmarga vini og kunningja til að koma fram í myndbandi sem tekið var upp um helgina. Í takt við umfjöllunarefni, sem er eftirlitsþjóðfélagið, voru flestir með klúta yfir andlitinu eins og þeir væru glæpamenn. Ljósmynd/Magnús Már „Lagið snýst um þetta 1984-kjaftæði sem komið er upp í þessu þjóðfélagi, hvernig fylgst er með öllum eins og þeir séu glæpamenn,“ segir Erpur Þ. Eyvindarson, forsprakki rapphljómsveitarinnar XXX Rottweilerhunda. Erpur og félagar tóku um helgina upp myndband við fyrsta nýja lag sveitarinnar í nokkur ár. Lagið hefur ekki enn fengið nafn en Erpur segir boðskapinn skýran og textinn eigi eftir að verða sprengja inn í umræðuna. „Það er eins og allir Íslendingar séu þátttakendur í stórum raunveruleikaþætti. Munurinn er bara sá að enginn fær borgað. Ég er búinn að vera að pæla mikið í þessu hvernig fylgst er með fólki, í gegnum netið, eftirlitsmyndavélar, kreditkort, símhleranir og fleira, og hvernig stjórnvöld og valdhafar nýta sér þetta. Þetta er mjög hart og flott lag,“ segir Erpur sem segir að stefnt sé að því að klára lagið nú í vikunni svo það verði komið í útvarpsspilun áður en hljómsveitin treður upp á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Erpur viðurkennir að íslenska rappbylgjan, sem náði hámarki fyrir um fimm árum, sé í rénun. „Ég ætlaði ekki að trúa því hvað allt var dautt þegar ég kom heim frá Svíþjóð. Við viljum þó meina að þeir hörðustu séu enn að. Það er bara búið að sía út liðið sem var eitthvað að djóka.“ Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Lagið snýst um þetta 1984-kjaftæði sem komið er upp í þessu þjóðfélagi, hvernig fylgst er með öllum eins og þeir séu glæpamenn,“ segir Erpur Þ. Eyvindarson, forsprakki rapphljómsveitarinnar XXX Rottweilerhunda. Erpur og félagar tóku um helgina upp myndband við fyrsta nýja lag sveitarinnar í nokkur ár. Lagið hefur ekki enn fengið nafn en Erpur segir boðskapinn skýran og textinn eigi eftir að verða sprengja inn í umræðuna. „Það er eins og allir Íslendingar séu þátttakendur í stórum raunveruleikaþætti. Munurinn er bara sá að enginn fær borgað. Ég er búinn að vera að pæla mikið í þessu hvernig fylgst er með fólki, í gegnum netið, eftirlitsmyndavélar, kreditkort, símhleranir og fleira, og hvernig stjórnvöld og valdhafar nýta sér þetta. Þetta er mjög hart og flott lag,“ segir Erpur sem segir að stefnt sé að því að klára lagið nú í vikunni svo það verði komið í útvarpsspilun áður en hljómsveitin treður upp á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Erpur viðurkennir að íslenska rappbylgjan, sem náði hámarki fyrir um fimm árum, sé í rénun. „Ég ætlaði ekki að trúa því hvað allt var dautt þegar ég kom heim frá Svíþjóð. Við viljum þó meina að þeir hörðustu séu enn að. Það er bara búið að sía út liðið sem var eitthvað að djóka.“
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira