Goðsögnin Stevie Wonder er á leið í sína fyrstu tónleikaferð um Bandaríkin í rúman áratug. Wonder, sem er 57 ára, byrjar ferðalagið í San Diego 23. ágúst og lýkur því í Boston 20. september.
Tvö ár eru liðin síðan Wonder gaf út plötuna A Time to Love sem var hans fyrsta í áratug. Hann hefur selt yfir 70 milljónir platna á ferli sínum.