Revíusýning hjá Slátrinu 10. ágúst 2007 02:45 SLÁTUR Á laugardagskvöldið kl. 20 verður S.L.Á.T.U.R. með sýningu í aðalstöðvum sínum að Hverfisgötu 32 á revíunni ALLT GOTT. Þar með tekur þetta gamla form á sig nýtt sköpulag í faðmi raftónlistarmanna. Í fréttatilkynningu samtakanna segir: „Leikin verður margslungin tónlist, farið með gamanmál, tónrænar eftirhermur, hagstefjun og ýmislegt fleira.“ Er ljóst af tilkynningunni að hér er haldið til haga hinum vinsælu þáttum revíuformsins til forna, eftirhermum og gamanmálum margs konar. Stór hópur listamanna kemur fram á Hverfisgötunni, bæði af erlendum og innlendum stofni. Þar má nefna hina írsku Barböru Ellison sem hefur hlotið mikið lof fyrir framsækna raflist sína víða erlendis. Frumflytja þau Heiða Árnadóttir, Þóranna Björnsdóttir og Barbara verk hennar, He: 2:4.0026 (Ode to a noble gas), sem er óður til hins frábæra frumefnis; Helíums. Einnig kemur fram hljómsveitin Hestbak sem er skipuð þeim Áka Ásgeirssyni, Inga Garðari Erlendssyni, Guðmundi Steini Gunnarssyni og Páli Ivan Pálssyni. Hestbak hefur verið iðið við kolann undanfarið og er um þessar mundir að undirbúa tónleikaferð til Ameríku þar sem hljómsveitin mun leika með söngspírunni Kríu Brekkan. Frá Berlín kemur Hjörleifur Jónsson og leikur m.a. verk fyrir dótapíanó eftir John Cage. Sérstakur gestur er Róbert Sturla Reynisson hagleiksmaður. Revían er samstarfsverkefni Kokteilsósu og S.L.Á.T.U.R.s. Aðgengi er ókeypis og öllum frjálst meðan húsrúm leyfir. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Á laugardagskvöldið kl. 20 verður S.L.Á.T.U.R. með sýningu í aðalstöðvum sínum að Hverfisgötu 32 á revíunni ALLT GOTT. Þar með tekur þetta gamla form á sig nýtt sköpulag í faðmi raftónlistarmanna. Í fréttatilkynningu samtakanna segir: „Leikin verður margslungin tónlist, farið með gamanmál, tónrænar eftirhermur, hagstefjun og ýmislegt fleira.“ Er ljóst af tilkynningunni að hér er haldið til haga hinum vinsælu þáttum revíuformsins til forna, eftirhermum og gamanmálum margs konar. Stór hópur listamanna kemur fram á Hverfisgötunni, bæði af erlendum og innlendum stofni. Þar má nefna hina írsku Barböru Ellison sem hefur hlotið mikið lof fyrir framsækna raflist sína víða erlendis. Frumflytja þau Heiða Árnadóttir, Þóranna Björnsdóttir og Barbara verk hennar, He: 2:4.0026 (Ode to a noble gas), sem er óður til hins frábæra frumefnis; Helíums. Einnig kemur fram hljómsveitin Hestbak sem er skipuð þeim Áka Ásgeirssyni, Inga Garðari Erlendssyni, Guðmundi Steini Gunnarssyni og Páli Ivan Pálssyni. Hestbak hefur verið iðið við kolann undanfarið og er um þessar mundir að undirbúa tónleikaferð til Ameríku þar sem hljómsveitin mun leika með söngspírunni Kríu Brekkan. Frá Berlín kemur Hjörleifur Jónsson og leikur m.a. verk fyrir dótapíanó eftir John Cage. Sérstakur gestur er Róbert Sturla Reynisson hagleiksmaður. Revían er samstarfsverkefni Kokteilsósu og S.L.Á.T.U.R.s. Aðgengi er ókeypis og öllum frjálst meðan húsrúm leyfir.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira