Kaflaskil í gæðamálum Þorgerður katrín gunnarsdóttir skrifar 2. september 2007 06:00 Fyrir helgi voru birtar tölur um að árleg útgjöld til menntamála hafa aukist um 15 milljarða króna á síðustu níu árum, með tilliti til verðlagsbreytinga. Það jafngildir tæplega 70% aukningu. Í krónum talið hafa útgjöldin aukist mest á háskólastigi eða um 9,2 milljarða króna, sem jafngildir 95% aukningu. Þau fara úr 9,6 milljörðum kr. árið 1998 í 18,8 milljarða í ár. Síðasta áratuginn hefur fjöldi háskólanema hér á landi meira en tvöfaldast. Einnig hefur námsframboð á háskólastigi margfaldast, ekki síst framhaldsnám. Sumarið 2006 voru ný rammalög um háskóla samþykkt frá Alþingi. Í þeim lögum var brugðist við þessari þróun og áhersla lögð á gæði íslensks háskólastarfs. Gæðamál verða mikilvægasta verkefni háskólakerfisins á næstu árum. Forsenda framfara hér á landi á næstu áratugum er að menntun og rannsóknir séu í hæsta gæðaflokki og standist fyllilega allan samanburð. Ný háskólalög leggja grunn að gæðakerfi sem meðal annars felur í sér viðurkenningu menntamálaráðherra á háskólum, viðmið um æðri menntun og prófgráður og eftirlit með gæðum kennslu og rannsókna. Ég hef í þessu ferli öllu lagt áherslu á að gera þyrfti ítarlegri kröfur til íslenskra háskóla frá því sem áður var. Því var ákveðið að allir háskólar, burtséð frá rekstrarformi eða stærð, þyrftu að sækja um viðurkenningu til stjórnvalda á þeim fræðasviðum sem þeir hygðust starfa á. Slík viðurkenning felur í sér að menntamálaráðuneyti vottar að viðkomandi háskóli uppfylli þær kröfur sem ráðuneytið gerir til hans á grundvelli laga um háskóla. Í samvinnu háskóla og menntamálaráðuneytis hafa einnig verið þróuð viðmið um æðri menntun og prófgráður. Þar eru skilgreind þau atriði sem nemendur skulu hafa tileinkað sér þegar prófgráða er veitt. Þau byggja á viðmiðum sem gefin voru út í tengslum við Bologna-ferlið og gerir íslenskum háskólum kleift að laga sig enn frekar að sameiginlegu evrópsku háskólasvæði. Til að háskólar öðlist viðurkenningu þurfa þeir að hafa lagað nám sitt að viðmiðunum og birta yfirlit yfir afrakstur þess náms sem prófgráður þeirra veita. Viðurkenning háskóla tengir saman viðmið um æðri menntun og prófgráður og eftirlit með gæðum kennslu á skilvirkan máta. Tvíþætt gæðaeftirlitEftirlit með gæðum kennslu og rannsókna verður tvíþætt. Ytra eftirlit með kennslu og rannsóknum skal beinast að því að ganga úr skugga um hvort forsendur viðurkenningar séu enn til staðar. Hins vegar verður það leiðbeinandi fyrir skólana um hvernig megi bæta kennslu og rannsóknir. Menntamálaráðuneyti hefur unnið að skipulagi viðurkenningarferlisins. Rík áhersla er lögð á að tryggja trúverðugleika ferlisins og á að uppfylla alþjóðlega gæðastaðla. Viðurkenningar háskóla miðast við fræðasvið og undirflokka þeirra út frá Frascati- staðli OECD. Fræðasviðin eru náttúruvísindi, hugvísindi, verk- og tæknivísindi, heilsuvísindi, bú- og auðlindavísindi og félagsvísindi. Þá verða listir flokkaðar sem sérstakt fræðasvið. Í fyrstu lotu voru tekin fyrir fræðasviðin náttúruvísindi, hugvísindi og verk- og tæknivísindi ásamt listum. Skipaðar voru sjö nefndir erlendra sérfræðinga og leitast eftir að fá til verksins færustu einstaklinga sem völ er á. Gerðar voru kröfur um að viðkomandi sérfræðingar hefðu reynslu af viðurkenningum og gæðastarfi á háskólastigi ásamt viðtækri reynslu af stjórnun háskólastofnana ásamt prófesorshæfi innan fræðasviðs. Vel gekk að fá reynda háskólamenn til að taka að sér þetta verk en þeir komu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Írlandi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku. Frelsi til þróunar Afraksturinn liggur nú fyrir og öðlast háskólar fyrstu viðurkenningarnar á fyrrnefndum fræðasviðum við athöfn í Listasafni Íslands á morgun. Með viðurkenningunni hljóta háskólarnir aukið frelsi til að þróa og styrkja starfsemi sína á þeim fræðasviðum og undirflokkum þeirra sem viðurkenningin nær til, meðal annars frelsi til að móta nýjar námsleiðir á bakkalár- og meistarastigi. Þá verða jafnframt gerðar opinberar niðurstöður sérfræðinganefndanna og viðbrögð háskólanna við þeim. Í þeim kemur fram athyglisverð innsýn í starf íslensku háskólanna. Þær staðfesta hversu sterkt þeir háskólar sem teknir voru til umfjöllunar standa sem kennsluog rannsóknastofnanir. Viðurkenning er hins vegar einungis fyrsta skrefið í því gæðastarfi sem framundan er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Fyrir helgi voru birtar tölur um að árleg útgjöld til menntamála hafa aukist um 15 milljarða króna á síðustu níu árum, með tilliti til verðlagsbreytinga. Það jafngildir tæplega 70% aukningu. Í krónum talið hafa útgjöldin aukist mest á háskólastigi eða um 9,2 milljarða króna, sem jafngildir 95% aukningu. Þau fara úr 9,6 milljörðum kr. árið 1998 í 18,8 milljarða í ár. Síðasta áratuginn hefur fjöldi háskólanema hér á landi meira en tvöfaldast. Einnig hefur námsframboð á háskólastigi margfaldast, ekki síst framhaldsnám. Sumarið 2006 voru ný rammalög um háskóla samþykkt frá Alþingi. Í þeim lögum var brugðist við þessari þróun og áhersla lögð á gæði íslensks háskólastarfs. Gæðamál verða mikilvægasta verkefni háskólakerfisins á næstu árum. Forsenda framfara hér á landi á næstu áratugum er að menntun og rannsóknir séu í hæsta gæðaflokki og standist fyllilega allan samanburð. Ný háskólalög leggja grunn að gæðakerfi sem meðal annars felur í sér viðurkenningu menntamálaráðherra á háskólum, viðmið um æðri menntun og prófgráður og eftirlit með gæðum kennslu og rannsókna. Ég hef í þessu ferli öllu lagt áherslu á að gera þyrfti ítarlegri kröfur til íslenskra háskóla frá því sem áður var. Því var ákveðið að allir háskólar, burtséð frá rekstrarformi eða stærð, þyrftu að sækja um viðurkenningu til stjórnvalda á þeim fræðasviðum sem þeir hygðust starfa á. Slík viðurkenning felur í sér að menntamálaráðuneyti vottar að viðkomandi háskóli uppfylli þær kröfur sem ráðuneytið gerir til hans á grundvelli laga um háskóla. Í samvinnu háskóla og menntamálaráðuneytis hafa einnig verið þróuð viðmið um æðri menntun og prófgráður. Þar eru skilgreind þau atriði sem nemendur skulu hafa tileinkað sér þegar prófgráða er veitt. Þau byggja á viðmiðum sem gefin voru út í tengslum við Bologna-ferlið og gerir íslenskum háskólum kleift að laga sig enn frekar að sameiginlegu evrópsku háskólasvæði. Til að háskólar öðlist viðurkenningu þurfa þeir að hafa lagað nám sitt að viðmiðunum og birta yfirlit yfir afrakstur þess náms sem prófgráður þeirra veita. Viðurkenning háskóla tengir saman viðmið um æðri menntun og prófgráður og eftirlit með gæðum kennslu á skilvirkan máta. Tvíþætt gæðaeftirlitEftirlit með gæðum kennslu og rannsókna verður tvíþætt. Ytra eftirlit með kennslu og rannsóknum skal beinast að því að ganga úr skugga um hvort forsendur viðurkenningar séu enn til staðar. Hins vegar verður það leiðbeinandi fyrir skólana um hvernig megi bæta kennslu og rannsóknir. Menntamálaráðuneyti hefur unnið að skipulagi viðurkenningarferlisins. Rík áhersla er lögð á að tryggja trúverðugleika ferlisins og á að uppfylla alþjóðlega gæðastaðla. Viðurkenningar háskóla miðast við fræðasvið og undirflokka þeirra út frá Frascati- staðli OECD. Fræðasviðin eru náttúruvísindi, hugvísindi, verk- og tæknivísindi, heilsuvísindi, bú- og auðlindavísindi og félagsvísindi. Þá verða listir flokkaðar sem sérstakt fræðasvið. Í fyrstu lotu voru tekin fyrir fræðasviðin náttúruvísindi, hugvísindi og verk- og tæknivísindi ásamt listum. Skipaðar voru sjö nefndir erlendra sérfræðinga og leitast eftir að fá til verksins færustu einstaklinga sem völ er á. Gerðar voru kröfur um að viðkomandi sérfræðingar hefðu reynslu af viðurkenningum og gæðastarfi á háskólastigi ásamt viðtækri reynslu af stjórnun háskólastofnana ásamt prófesorshæfi innan fræðasviðs. Vel gekk að fá reynda háskólamenn til að taka að sér þetta verk en þeir komu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Írlandi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku. Frelsi til þróunar Afraksturinn liggur nú fyrir og öðlast háskólar fyrstu viðurkenningarnar á fyrrnefndum fræðasviðum við athöfn í Listasafni Íslands á morgun. Með viðurkenningunni hljóta háskólarnir aukið frelsi til að þróa og styrkja starfsemi sína á þeim fræðasviðum og undirflokkum þeirra sem viðurkenningin nær til, meðal annars frelsi til að móta nýjar námsleiðir á bakkalár- og meistarastigi. Þá verða jafnframt gerðar opinberar niðurstöður sérfræðinganefndanna og viðbrögð háskólanna við þeim. Í þeim kemur fram athyglisverð innsýn í starf íslensku háskólanna. Þær staðfesta hversu sterkt þeir háskólar sem teknir voru til umfjöllunar standa sem kennsluog rannsóknastofnanir. Viðurkenning er hins vegar einungis fyrsta skrefið í því gæðastarfi sem framundan er.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun