Margir nefndir þótt einn sé útvalinn Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. desember 2007 06:00 Alls voru 23 einstaklingar nefndir til sögu í vali á viðskiptamanni ársins. Sá sem settur var í efsta sæti fékk þrjú stig, sá næsti tvö og sá í þriðja sætinu eitt. Ekki munaði miklu í stigum á þeim sem röðuðust í annað til fjórða sæti í valinu um viðskiptamann ársins. Þar röðuðu sér í eftirfarandi röð, umbreytingafjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson, Róbert Wessman, forstjóri Actavis, og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Eðli málsins samkvæmt er misjafnt hvað fulltrúum blaðsins í dómnefnd var hugleiknast og haft var orð á mörgum ólíkum hlutum. Þannig var Björgólfi Thor hrósað fyrir vel heppnaða yfirtöku á Actavis á árinu. Þá þótti ekki ónýtt hvernig hann innleysti rækilegan hagnað á árinu, bæði með sölunni á fjarskiptafélaginu BTC og EIBank í Búlgaríu. „Hann fékk þarna gott verð og náði að liggja með lausafé þegar ósköpin dundu yfir í haust,“ hafði einn dómnefndarmanna á orði. Róbert Wessman tryggði sér hins vegar sess á blaði með því að leggja einn milljarð króna sem hlutafé í nýstofnaðan Þróunarsjóð Háskólans í Reykjavík. „Hann hefur leitt vöxt Actavis með glæsibrag í mörg ár og uppskar ríkulega þegar fyrirtækið var tekið af markaði. Þá setti hann af stað sitt eigið fjárfestingarfélag á árinu með úrvalsfólk í kring um sig og er að byrja að láta til sín taka á nýjum vettvangi. Bestu viðskipti ársins fannst mér vera innkoma hans í Háskólann í Reykjavík,“ sagði dómnefndarmaður.Róbert Wessman Forstjóri Actavis var í þriðja sæti í vali á viðskiptamanni ársins. Hann þykir meðal annars hafa gert vel í að fjárfesta í Háskólanum í Reykjavík. Markaðurinn/AntonSigurjón Árnason kemst svo þetta ofarlega í valinu fyrir að hafa gerbreytt fjármögnunarprófíl Landsbankans til hins betra með Icesave innlánsreikningunum í Bretlandi og styrkja stöðu Landsbankans með framsæknum aðgerðum.Sigurjón Þ. Árnason Sigurjón, sem er bankastjóri Landsbanka Íslands, var í fjórða sæti í vali Markaðarins á viðskiptamanni ársins. Margir dást að Icesave innlánsreikningi bankans í Bretlandi. Markaðurinn/GVAEkki verður sett upp frekari goggunarröð á þá sem eftir fylgdu á topp tíu yfir þá sem nefndir voru. Þar eru hins vegar nöfn á borð við Hörð Arnarson, forstjóra Marel Food Systems, en á árinu hafðist í gegn samruni við Stork Food Systems sem lengi hefur verið unnið að. Þá hefur Marel gengið í gegnum stórstígar breytingar og þanist út síðustu tvö árin. Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, þykir hafa staðið sig vel, sem og Andri Már Ingólfsson, fjárfestir og ferðamálafrömuður, og Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone. Þá fá Sigurður Einarsson stjórnarformaður og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, plús í kladdann fyrir stærstu yfirtöku Íslandssögunnar með kaupunum á NIBC. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Alls voru 23 einstaklingar nefndir til sögu í vali á viðskiptamanni ársins. Sá sem settur var í efsta sæti fékk þrjú stig, sá næsti tvö og sá í þriðja sætinu eitt. Ekki munaði miklu í stigum á þeim sem röðuðust í annað til fjórða sæti í valinu um viðskiptamann ársins. Þar röðuðu sér í eftirfarandi röð, umbreytingafjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson, Róbert Wessman, forstjóri Actavis, og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Eðli málsins samkvæmt er misjafnt hvað fulltrúum blaðsins í dómnefnd var hugleiknast og haft var orð á mörgum ólíkum hlutum. Þannig var Björgólfi Thor hrósað fyrir vel heppnaða yfirtöku á Actavis á árinu. Þá þótti ekki ónýtt hvernig hann innleysti rækilegan hagnað á árinu, bæði með sölunni á fjarskiptafélaginu BTC og EIBank í Búlgaríu. „Hann fékk þarna gott verð og náði að liggja með lausafé þegar ósköpin dundu yfir í haust,“ hafði einn dómnefndarmanna á orði. Róbert Wessman tryggði sér hins vegar sess á blaði með því að leggja einn milljarð króna sem hlutafé í nýstofnaðan Þróunarsjóð Háskólans í Reykjavík. „Hann hefur leitt vöxt Actavis með glæsibrag í mörg ár og uppskar ríkulega þegar fyrirtækið var tekið af markaði. Þá setti hann af stað sitt eigið fjárfestingarfélag á árinu með úrvalsfólk í kring um sig og er að byrja að láta til sín taka á nýjum vettvangi. Bestu viðskipti ársins fannst mér vera innkoma hans í Háskólann í Reykjavík,“ sagði dómnefndarmaður.Róbert Wessman Forstjóri Actavis var í þriðja sæti í vali á viðskiptamanni ársins. Hann þykir meðal annars hafa gert vel í að fjárfesta í Háskólanum í Reykjavík. Markaðurinn/AntonSigurjón Árnason kemst svo þetta ofarlega í valinu fyrir að hafa gerbreytt fjármögnunarprófíl Landsbankans til hins betra með Icesave innlánsreikningunum í Bretlandi og styrkja stöðu Landsbankans með framsæknum aðgerðum.Sigurjón Þ. Árnason Sigurjón, sem er bankastjóri Landsbanka Íslands, var í fjórða sæti í vali Markaðarins á viðskiptamanni ársins. Margir dást að Icesave innlánsreikningi bankans í Bretlandi. Markaðurinn/GVAEkki verður sett upp frekari goggunarröð á þá sem eftir fylgdu á topp tíu yfir þá sem nefndir voru. Þar eru hins vegar nöfn á borð við Hörð Arnarson, forstjóra Marel Food Systems, en á árinu hafðist í gegn samruni við Stork Food Systems sem lengi hefur verið unnið að. Þá hefur Marel gengið í gegnum stórstígar breytingar og þanist út síðustu tvö árin. Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, þykir hafa staðið sig vel, sem og Andri Már Ingólfsson, fjárfestir og ferðamálafrömuður, og Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone. Þá fá Sigurður Einarsson stjórnarformaður og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, plús í kladdann fyrir stærstu yfirtöku Íslandssögunnar með kaupunum á NIBC.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira