Sylvía Nótt var prúðmennskan uppmáluð 21. janúar 2007 12:53 Bríet Sunna Valdemarsdóttir flytur lagið Blómabörn í Söngvakeppninni í gær MYND/Sjónvarpið Söngvakeppni Sjónvarpsins fór af stað á laugardagskvöldið. Þá voru flutt í beinni útsendingu frá Verinu að Seljavegi 2, átta af 24 lögum sem valin hafa verið til að keppa um hvert verður framlag Íslendinga til undankeppni Eurovision í ár. Þetta er í 20. sinn sem Íslendingar velja sér lag til að senda í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Eins og undanfarin ár fór fram símakosning en þrjú efstu lögin halda áfram í úrslitakeppnina 17. febrúar n.k. Þau þrjú lög sem flest atkvæði fengu og eiga eftir að heyrast aftur þegar að úrslitunum kemur eru: Áfram. Lag: Bryndís Sunna Valdimarsdóttir og Sigurjón Brink, texti: Jóhannes Ásbjörnsson, flytjendur: Sigurjón Brink, Pétur Örn Guðmundsson og Leifur Björnsson. Blómabörn. Lag: Trausti Bjarnason, texti: Magnús Þór Sigmundsson, flytjandi: Bríet Sunna Valdemarsdóttir. Húsin hafa augu. Lag; Þormar Ingimarsson, texti: Kristján Hreinsson, flytjendur: Matthías Matthíasson, Pétur Örn Guðmundsson og Einar Þór Jóhannsson. Það var mál manna, bæði listamanna og áhorfenda að sjaldan eða aldrei hafi verið staðið betur að keppninni. "Þetta er miklu betra og skemmtilegra en við bjuggumst við" sögðu þau Ásgeir Benónýsson og Gyða Waage sem voru meðal þeirra rúmlega 600 gesta sem fylltu útsendingarsalinn, segir í frétt frá BaseCamp, sem sér um framkvæmdina ásamt Sjónvarpinu. "Aðstaðan fyrir okkur listafólkið hér í Verinu er frábær" sagði Hreimur Heimisson sem flutti eitt þeirra fimm laga sem ekki komust áfram. "Og satt að segja er ég mjög sáttur við úrslitin líka. Flutningur Matta og félaga var án efa bestur og lagið hans Sjonna það sem mér fannst mest sitja í manni", bætti Hreimur við. Í útsendingunni steig á stokk Sylvía Nótt, sigurvegarinn frá því í fyrra og í viðtali við kynni kvöldsins Ragnhildi Steinunni kvað við nokkuð nýjan tón hjá henni. Sylvía ráðlagði t.d. væntanlegum sigurvegurum að sýna hógværð og vera með fæturna á jörðinni, því það væri miklu meira "kúl" en þau látalæti sem hún varð á sínum tíma fræg fyrir. Var á henni að heyra að hún hefði tekið miklum sinnaskiptum upp á síðkastið og hvítur englakjóllinn sem hún klæddist virtist undirstrika það. Silvía sagði Evrópu vera 300 árum á eftir okkur Íslendingum tónlistarlega og því ættum við að velja frekar leiðinleg lög til að senda í keppnina og henni sýndist keppnin því vera á réttri leið í ár. Næstu átta lög í undankeppninni verða frumflutt á Rás 2 á mánudag. Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Söngvakeppni Sjónvarpsins fór af stað á laugardagskvöldið. Þá voru flutt í beinni útsendingu frá Verinu að Seljavegi 2, átta af 24 lögum sem valin hafa verið til að keppa um hvert verður framlag Íslendinga til undankeppni Eurovision í ár. Þetta er í 20. sinn sem Íslendingar velja sér lag til að senda í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Eins og undanfarin ár fór fram símakosning en þrjú efstu lögin halda áfram í úrslitakeppnina 17. febrúar n.k. Þau þrjú lög sem flest atkvæði fengu og eiga eftir að heyrast aftur þegar að úrslitunum kemur eru: Áfram. Lag: Bryndís Sunna Valdimarsdóttir og Sigurjón Brink, texti: Jóhannes Ásbjörnsson, flytjendur: Sigurjón Brink, Pétur Örn Guðmundsson og Leifur Björnsson. Blómabörn. Lag: Trausti Bjarnason, texti: Magnús Þór Sigmundsson, flytjandi: Bríet Sunna Valdemarsdóttir. Húsin hafa augu. Lag; Þormar Ingimarsson, texti: Kristján Hreinsson, flytjendur: Matthías Matthíasson, Pétur Örn Guðmundsson og Einar Þór Jóhannsson. Það var mál manna, bæði listamanna og áhorfenda að sjaldan eða aldrei hafi verið staðið betur að keppninni. "Þetta er miklu betra og skemmtilegra en við bjuggumst við" sögðu þau Ásgeir Benónýsson og Gyða Waage sem voru meðal þeirra rúmlega 600 gesta sem fylltu útsendingarsalinn, segir í frétt frá BaseCamp, sem sér um framkvæmdina ásamt Sjónvarpinu. "Aðstaðan fyrir okkur listafólkið hér í Verinu er frábær" sagði Hreimur Heimisson sem flutti eitt þeirra fimm laga sem ekki komust áfram. "Og satt að segja er ég mjög sáttur við úrslitin líka. Flutningur Matta og félaga var án efa bestur og lagið hans Sjonna það sem mér fannst mest sitja í manni", bætti Hreimur við. Í útsendingunni steig á stokk Sylvía Nótt, sigurvegarinn frá því í fyrra og í viðtali við kynni kvöldsins Ragnhildi Steinunni kvað við nokkuð nýjan tón hjá henni. Sylvía ráðlagði t.d. væntanlegum sigurvegurum að sýna hógværð og vera með fæturna á jörðinni, því það væri miklu meira "kúl" en þau látalæti sem hún varð á sínum tíma fræg fyrir. Var á henni að heyra að hún hefði tekið miklum sinnaskiptum upp á síðkastið og hvítur englakjóllinn sem hún klæddist virtist undirstrika það. Silvía sagði Evrópu vera 300 árum á eftir okkur Íslendingum tónlistarlega og því ættum við að velja frekar leiðinleg lög til að senda í keppnina og henni sýndist keppnin því vera á réttri leið í ár. Næstu átta lög í undankeppninni verða frumflutt á Rás 2 á mánudag.
Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira