Góður leikur Woods dugði ekki til 28. mars 2007 17:13 NordicPhotos/GettyImages Tiger Woods lék á 8 höggum undir pari, eða 64 höggum, og var efstur einstaklinga í klúbbakeppninni, Tavistock Cup, sem lauk á Lake None vellinum í Orlando í gærkvöldi. Keppnin er árleg og er á milli Orlando klúbbanna, Isleworth, sem Tiger tilheyrir, og Lake None. Þetta er þriðja árið í röð sem Tiger er á besta skori einstaklinga. Lake None klúbburinn vann nú liðkeppnina í fyrsta sinn, 22-8. Justin Rose lék best í liði Lake None í gær, á 66 höggum. Tiger var ekki kominn með neinn fugl er hann kom að sjöundu holu, en setti þar niður fyrsta fuglinn og síðan fylgdu sex í röð og munaði aðeins hársbreidd að hann færi holu í höggi. Ernie Els sagði að það væri gaman að sjá Tiger í slíkum ham. Keppnin stóð yfir í tvo daga. Á mánudag var spilaður fjórleikur eða betri bolti, en tvímenningur í gær. Lake None vann alla fimm leikina í fjórleiknum og hlaut 10 stig (2 stig fyrir hvern sigur) og vann svo tvímenninginn í gær, 12-8 (2 stig fyrir sigur í hverjum leik) og samtals 22-8. 10 kylfingar voru í hvoru liði. Fyrirliði Lake None liðsins var Ernie Els.Úrslitin í fjórleiknum (liðsmenn Lake None taldir upp á undan): Henrik Stenson og Chris DiMarco unnu Tiger Woods og John Cook 57-65 Goosen og Immelman lögðu Appleby og O'Hern 64-65 Rose og Poulter unnu Allenby og Perry 61-67 Curtis og McDowell sigruðu Janzen og Hoch 63-64 Els og McNulty unnu Howell og O'Meara 62-66. Þetta er fjórða árið í röð sem keppnin fer fram. Isleworth hefur unnið tvisvar, einu sinni hefur orðið jafntefli og Lake None nældi nú í sinn fyrsta sigur. Golf Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods lék á 8 höggum undir pari, eða 64 höggum, og var efstur einstaklinga í klúbbakeppninni, Tavistock Cup, sem lauk á Lake None vellinum í Orlando í gærkvöldi. Keppnin er árleg og er á milli Orlando klúbbanna, Isleworth, sem Tiger tilheyrir, og Lake None. Þetta er þriðja árið í röð sem Tiger er á besta skori einstaklinga. Lake None klúbburinn vann nú liðkeppnina í fyrsta sinn, 22-8. Justin Rose lék best í liði Lake None í gær, á 66 höggum. Tiger var ekki kominn með neinn fugl er hann kom að sjöundu holu, en setti þar niður fyrsta fuglinn og síðan fylgdu sex í röð og munaði aðeins hársbreidd að hann færi holu í höggi. Ernie Els sagði að það væri gaman að sjá Tiger í slíkum ham. Keppnin stóð yfir í tvo daga. Á mánudag var spilaður fjórleikur eða betri bolti, en tvímenningur í gær. Lake None vann alla fimm leikina í fjórleiknum og hlaut 10 stig (2 stig fyrir hvern sigur) og vann svo tvímenninginn í gær, 12-8 (2 stig fyrir sigur í hverjum leik) og samtals 22-8. 10 kylfingar voru í hvoru liði. Fyrirliði Lake None liðsins var Ernie Els.Úrslitin í fjórleiknum (liðsmenn Lake None taldir upp á undan): Henrik Stenson og Chris DiMarco unnu Tiger Woods og John Cook 57-65 Goosen og Immelman lögðu Appleby og O'Hern 64-65 Rose og Poulter unnu Allenby og Perry 61-67 Curtis og McDowell sigruðu Janzen og Hoch 63-64 Els og McNulty unnu Howell og O'Meara 62-66. Þetta er fjórða árið í röð sem keppnin fer fram. Isleworth hefur unnið tvisvar, einu sinni hefur orðið jafntefli og Lake None nældi nú í sinn fyrsta sigur.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira