Lewis Hamilton getur orðið sá besti 18. apríl 2007 17:15 Lewis Hamilton er nýjasta stjarnan í Formúlu 1 AFP Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren liðsins í Formúlu 1, segir að Bretinn ungi Lewis Hamilton geti vel orðið besti ökuþór í sögunni. Hamilton hefur vakið heimsathygli fyrir að komast á verðlaunapall í fyrstu þremur mótum sínum sem aðalökumaður. "Það er auðvitað snemmt að segja til um þannig lagað, en ef Hamilton heldur áfram á þeirri braut sem hann hefur verið á það sem af er tímabilinu, sé ég ekkert því til fyrirstöðu að hann verði besti ökumaður allra tíma. Það er sannarlega ótrúlegt hvað hann hefur náð að gera í sínum allra fyrstu keppnum," sagði Whitmarsh. Fyrrum þrefaldur meistari, Jackie Stewart, hefur þegar sagt að Hamilton gæti brotið blað í sögunni með því að verða heimsmeistari strax á fyrsta tímabili sínu og eigandinn Frank Williams hefur kallað hann "ofurmannlegan". Whitmarsh hélt áfram; "Ég hef unnið með stórkostlegum ökumönnum í minni tíð eins og Alain Prost, Ayrton Senna, Mika Hakkinen og nú Fernando Alonso og Hamilton - og ég sé ekki betur en að Hamilton hafi það sem til þarf. Hann hefur tækni, hörku, hraða, einbeitingu og staðfestu." Formúla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren liðsins í Formúlu 1, segir að Bretinn ungi Lewis Hamilton geti vel orðið besti ökuþór í sögunni. Hamilton hefur vakið heimsathygli fyrir að komast á verðlaunapall í fyrstu þremur mótum sínum sem aðalökumaður. "Það er auðvitað snemmt að segja til um þannig lagað, en ef Hamilton heldur áfram á þeirri braut sem hann hefur verið á það sem af er tímabilinu, sé ég ekkert því til fyrirstöðu að hann verði besti ökumaður allra tíma. Það er sannarlega ótrúlegt hvað hann hefur náð að gera í sínum allra fyrstu keppnum," sagði Whitmarsh. Fyrrum þrefaldur meistari, Jackie Stewart, hefur þegar sagt að Hamilton gæti brotið blað í sögunni með því að verða heimsmeistari strax á fyrsta tímabili sínu og eigandinn Frank Williams hefur kallað hann "ofurmannlegan". Whitmarsh hélt áfram; "Ég hef unnið með stórkostlegum ökumönnum í minni tíð eins og Alain Prost, Ayrton Senna, Mika Hakkinen og nú Fernando Alonso og Hamilton - og ég sé ekki betur en að Hamilton hafi það sem til þarf. Hann hefur tækni, hörku, hraða, einbeitingu og staðfestu."
Formúla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira