Friðargæsluliðar SÞ skiptu vopnum fyrir gull Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 23. maí 2007 14:33 Pakistanskir friðargæsluliðar í Kongó. Ekki eru sömu friðargæsluliðarnir nú og árið 2005. MYND/AFP Pakistanskir friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Kongó skiptu á vopnum fyrir gull við herskáa hópa sem þeim var ætlað að afvopna. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Kongósku herliðin áttu sök á verstu mannréttindabrotum á meðan borgarastríðið stóð yfir í landinu. Skiptin fóru fram árið 2005. Rannsóknarhóp á vegum SÞ var ætlað að afla gagna um málið. Honum var hótað og hann hindraður í að vinna að málinu og hrökklaðist að lokum í burtu. Skýrsla hópsins um málið var þögguð niður innan samtakanna til að forðast pólitískt hneyksli. Atburðirnir áttu sér stað í og við námubæinn Mongbwalu í norðausturhluta landsins. Pakistanski armur friðargæsluliða SÞ sá um að koma friði á en hörð átök höfðu átt sér stað milli Lendu og Hema ættbálkanna. Eftir því sem vopnakaupin þróuðust kynntu pakistönsku friðargæsluliðarnir hermenn úr kongóska hernum fyrir skiptunum og kölluðu til indverska kaupmenn frá Kenýa. Það var Richard Ndilu yfirmaður útlendingaeftirlitsins við Mongbwalu flugvöll sem fylltist grunsemdum seint á árinu 2005. Indverskur viðskiptamaður hafi komið til að dvelja í búðum pakistönsku friðargæsluliðanna. Kongóski herinn aftraði lögreglustjóra svæðisins að skoða farm flugvélar sem grunur lék á að tengdist skiptunum. Enn hefur rannsókn ekki átt sér stað og SÞ í New York neita að útskýra hvað gerðist. Yfirvöld í Pakistan segja að þau hafi fyrst fengið pata af málinu fyrir örfáum dögum, en það verði skoðað. Erlent Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Pakistanskir friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Kongó skiptu á vopnum fyrir gull við herskáa hópa sem þeim var ætlað að afvopna. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Kongósku herliðin áttu sök á verstu mannréttindabrotum á meðan borgarastríðið stóð yfir í landinu. Skiptin fóru fram árið 2005. Rannsóknarhóp á vegum SÞ var ætlað að afla gagna um málið. Honum var hótað og hann hindraður í að vinna að málinu og hrökklaðist að lokum í burtu. Skýrsla hópsins um málið var þögguð niður innan samtakanna til að forðast pólitískt hneyksli. Atburðirnir áttu sér stað í og við námubæinn Mongbwalu í norðausturhluta landsins. Pakistanski armur friðargæsluliða SÞ sá um að koma friði á en hörð átök höfðu átt sér stað milli Lendu og Hema ættbálkanna. Eftir því sem vopnakaupin þróuðust kynntu pakistönsku friðargæsluliðarnir hermenn úr kongóska hernum fyrir skiptunum og kölluðu til indverska kaupmenn frá Kenýa. Það var Richard Ndilu yfirmaður útlendingaeftirlitsins við Mongbwalu flugvöll sem fylltist grunsemdum seint á árinu 2005. Indverskur viðskiptamaður hafi komið til að dvelja í búðum pakistönsku friðargæsluliðanna. Kongóski herinn aftraði lögreglustjóra svæðisins að skoða farm flugvélar sem grunur lék á að tengdist skiptunum. Enn hefur rannsókn ekki átt sér stað og SÞ í New York neita að útskýra hvað gerðist. Yfirvöld í Pakistan segja að þau hafi fyrst fengið pata af málinu fyrir örfáum dögum, en það verði skoðað.
Erlent Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira