Bitlaus peningastefna Kristinn Hrafnsson skrifar 15. júlí 2007 19:15 Seðlabankinn bendir á að það dragi hægt og bítandi úr verðbólgu en vill annars ekki svara gagnrýni Jóhönnu Sigurðardórtur, félagsmálaráðherra á bitlausa hávaxtastefnu bankans. Jóhanna gagnrýnir einnig bankana fyrir að haga sér eins og ríki í ríkinu. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra gagnrýnir hávaxtastefnu Seðlabankans og segir að hún gangi ekki til lengdar. Í viðtali við Morgunblaðið í dag segir hún að háir stýrivextir séu íþyngjandi fyrir almenning og smá og meðalastór fyrirtæki. Aftur á móti geti stórfyrirtækin að mestu leyti fjármagnað sig með erlendum lánum og sleppi því við háu vextina. Jóhanna gagnrýnir bankana harðlega og segir þá haga sér eins og ríki í ríkinu. Þeir skaffi erlenda fjármagnið og setji það á lánamarkaðinn. Þetta valdi miklu um þá þenslu sem nú er, meðal annars á húsnæðismarkaðnum, og birtist einnig í aukinni skuldasöfnun heimilanna. Þetta eigi ríkan þátt í því að hagstjórn Seðlabankans sé dæmd til að mistakast. Þetta er fáheyrð gagnrýni á bankana og bitleysi í beitingu hagstjórnartækja Seðlabankans frá ráðherra í ríkisstjórninni. Seðlabankinn er tregur til að svara þessari gagnrýni en Ingimundur Friðriksson, bankastjóri Seðlabankans segist þó ósammála ráðherranum. Hann segir það brýnt hagsmunamál fyrir fyrirtæki og heimili að ná tökum á verðbólgu. Hann bendir á að það dragi hægt og bítandi úr verðbólgunni og vonandi haldi sú þróun áfram. Að öðru leyti svarar Seðlabankinn ekki þessum föstu skotum úr stjórnarráðinu - sem þó er ekki síður beint að viðskiptabönkunum. Innlent Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Sjá meira
Seðlabankinn bendir á að það dragi hægt og bítandi úr verðbólgu en vill annars ekki svara gagnrýni Jóhönnu Sigurðardórtur, félagsmálaráðherra á bitlausa hávaxtastefnu bankans. Jóhanna gagnrýnir einnig bankana fyrir að haga sér eins og ríki í ríkinu. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra gagnrýnir hávaxtastefnu Seðlabankans og segir að hún gangi ekki til lengdar. Í viðtali við Morgunblaðið í dag segir hún að háir stýrivextir séu íþyngjandi fyrir almenning og smá og meðalastór fyrirtæki. Aftur á móti geti stórfyrirtækin að mestu leyti fjármagnað sig með erlendum lánum og sleppi því við háu vextina. Jóhanna gagnrýnir bankana harðlega og segir þá haga sér eins og ríki í ríkinu. Þeir skaffi erlenda fjármagnið og setji það á lánamarkaðinn. Þetta valdi miklu um þá þenslu sem nú er, meðal annars á húsnæðismarkaðnum, og birtist einnig í aukinni skuldasöfnun heimilanna. Þetta eigi ríkan þátt í því að hagstjórn Seðlabankans sé dæmd til að mistakast. Þetta er fáheyrð gagnrýni á bankana og bitleysi í beitingu hagstjórnartækja Seðlabankans frá ráðherra í ríkisstjórninni. Seðlabankinn er tregur til að svara þessari gagnrýni en Ingimundur Friðriksson, bankastjóri Seðlabankans segist þó ósammála ráðherranum. Hann segir það brýnt hagsmunamál fyrir fyrirtæki og heimili að ná tökum á verðbólgu. Hann bendir á að það dragi hægt og bítandi úr verðbólgunni og vonandi haldi sú þróun áfram. Að öðru leyti svarar Seðlabankinn ekki þessum föstu skotum úr stjórnarráðinu - sem þó er ekki síður beint að viðskiptabönkunum.
Innlent Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Sjá meira