Dregur úr styrk Deans Guðjón Helgason skrifar 21. ágúst 2007 19:00 Fellibylurinn Dean skall á Júkatan skaga í Mexíkó í dag. Heldur dró úr veðurofsanum þegar bylurinn fór yfir land en óttast að hann sæki í sig veðrið þegar hann fer yfir Mexíkóflóa. Miðja fellibylsins náði landa á Júkatan-skaga í morgun - nærri landamærum Mexíkó og Belís - með ofsavindi og úrhellisrigningu. Rétt áður en hann skall á skaganum hafði Dean náð fimmta og efsta stigi Saffir-Simpson kvarðans og vindhraði því á bilinu 70 til 80 metrar á sekúndu. Til samanburðar má geta þess að mesti vindur sem mælst hefur hér á landi var 74,2 metrar á sekúndu, í þúsund metra hæð á Gagnheiðarhnjúki á Fjarðarheiði árið 1995 Fimmta stigs fellibylir eru sjaldgæfir og hafa aðeins þrír slíkir skollið á Bandaríkjunum frá því skráning hófst, síðast var það Katrín sem lagði New Orleans borg í rúst fyrir tveimur árum. Þegar Dean náði landi í morgun féll hann niður um þrjú stig á kvarðanum og var vindhraði þá 57 metrar á sekúndu. Sterkasta hviða sem mælst hefur í Reykjavík var 59,4 metrar á sekúndu árið 1942. Dean olli ekki eins mikilli eyðileggingu á ferðamannasvæðum á borð við Cancun og óttast var. Ferðamenn í Chetumal sögðu þó ástandið um tíma skelfilegt. Á nokkurra mínútna fresti hefði heyrst hvar rúður sprungu í húsum vegna veðurofsans. Þau svæði sem urðu verst úti eru nokkuð afskekkt og því ekki hægt að meta skemmdir að fullu fyrr en í kvöld eða á morgun í fyrsta lagi. Fátækt er mikil í þeim hluta landsins og hús því hrörlega byggð. Engar fréttir hafa borist af manntjóni. Minnst tólf hafa týnt lífi þar sem bylurinn hafði farið yfir á Karíbahafi áður en hann náði til Júkatan-skaga. Óttast er að Dean nái fjórða eða jafnvel fimmta stigi aftur þegar hann fer yfir Mexíkóflóa í átt að meginlandi Mexíkó. Bandaríska fellibyljastofnunin býst við að miklar rigningar verði á Júkatan-skaga, í Belís, Gvatemala og í Norður-Hondúras, það geti valdið flóðum og aurskriðum. Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Fellibylurinn Dean skall á Júkatan skaga í Mexíkó í dag. Heldur dró úr veðurofsanum þegar bylurinn fór yfir land en óttast að hann sæki í sig veðrið þegar hann fer yfir Mexíkóflóa. Miðja fellibylsins náði landa á Júkatan-skaga í morgun - nærri landamærum Mexíkó og Belís - með ofsavindi og úrhellisrigningu. Rétt áður en hann skall á skaganum hafði Dean náð fimmta og efsta stigi Saffir-Simpson kvarðans og vindhraði því á bilinu 70 til 80 metrar á sekúndu. Til samanburðar má geta þess að mesti vindur sem mælst hefur hér á landi var 74,2 metrar á sekúndu, í þúsund metra hæð á Gagnheiðarhnjúki á Fjarðarheiði árið 1995 Fimmta stigs fellibylir eru sjaldgæfir og hafa aðeins þrír slíkir skollið á Bandaríkjunum frá því skráning hófst, síðast var það Katrín sem lagði New Orleans borg í rúst fyrir tveimur árum. Þegar Dean náði landi í morgun féll hann niður um þrjú stig á kvarðanum og var vindhraði þá 57 metrar á sekúndu. Sterkasta hviða sem mælst hefur í Reykjavík var 59,4 metrar á sekúndu árið 1942. Dean olli ekki eins mikilli eyðileggingu á ferðamannasvæðum á borð við Cancun og óttast var. Ferðamenn í Chetumal sögðu þó ástandið um tíma skelfilegt. Á nokkurra mínútna fresti hefði heyrst hvar rúður sprungu í húsum vegna veðurofsans. Þau svæði sem urðu verst úti eru nokkuð afskekkt og því ekki hægt að meta skemmdir að fullu fyrr en í kvöld eða á morgun í fyrsta lagi. Fátækt er mikil í þeim hluta landsins og hús því hrörlega byggð. Engar fréttir hafa borist af manntjóni. Minnst tólf hafa týnt lífi þar sem bylurinn hafði farið yfir á Karíbahafi áður en hann náði til Júkatan-skaga. Óttast er að Dean nái fjórða eða jafnvel fimmta stigi aftur þegar hann fer yfir Mexíkóflóa í átt að meginlandi Mexíkó. Bandaríska fellibyljastofnunin býst við að miklar rigningar verði á Júkatan-skaga, í Belís, Gvatemala og í Norður-Hondúras, það geti valdið flóðum og aurskriðum.
Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira