Skorast ekki undan friðargæslu í Súdan Guðjón Helgason skrifar 24. ágúst 2007 19:00 Íslensk stjórnvöld skorast ekki undan friðargæslu í Darfúr-héraði, en beðið verður eftir að byssurnar þagni. Vopn streyma til héraðsins þrátt fyrir bann Sameinuðu þjóðanna og sendifulltrúum ESB og Kanada var hent úr landi í morgun. Uppreisnarmenn svartra Afríkubúa hafa barist við vígasveitir Araba í Darfúr-héraði síðan 2003. Síðarnefndi hópurinn nýtur stuðnings stjórnvalda í Khartoum, höfuðborg Súdans. Ráðamenn þar eru sagðir horfa framhjá eða styðja voðaverk vígasveitanna sem sögð eru stríðsglæpir. Sameinuðu þjóðirnar hafa þó ekki viljað ganga svo langt að tala um þjóðarmorð. Talið er að um tvö hundruð þúsund manns hafi týnt lífi í átökum í héraðinu síðan 2003 og tvær milljónir manna vergangi. Þessu neita ráðamenn í Súdan og segja um níu þúsund manns hafa fallið í átökum. Alþjóðsamfélagið hefur hægt og sígandi átta sig á umfangi málsins. Ástandið var til umræðu á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Åbo í Finnlandi í síðustu viku. Þar tilkynntu ráðherrar Svíþjóðar og Noregs að ríkin tvö ætluðu að senda herlið á átakasvæðin til að ganga á milli fylkinganna. Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, segir Íslendinga ekki skorast undan ábyrgð við friðargæslu í Darfúr. Hlutverk íslensku friðargæslunnar sé þó ekki skilgreint þanngi að liðsmenn gangi milli fylkinga - enda íslenskir friðargæsluliðar ekki hermenn. Íslendingar geti hins vegar tekið þátt í friðaruppbyggingu á seinni stigum. Ekki verði skorast undan þeirri ábyrgð þegar og ef hernaðarátökum lýkur. Alls óvíst er hvenær hægt verður að binda enda á átök í héraðinu. Mannréttindasatmökin Amnesty International segjast hafa ljósmyndir sem sýni að stjórnvöld í Súdan sendi bandamönnum sínum í Darfúr vopn þrátt fyrir bann Sameinuðu þjóðanna á flutning vopna þangað. Sendiherra Súdana í Lundúnum neitar því, segir myndirnar grunsamlegar og ætlað að villa um fyrir alþjóðasamfélaginu. Í morgun var svo æðsti sendifulltrúi Kanadamanna í landinu sendur heim og einnig sendifulltrúi Evrópusambandsins vegna afskipta af málefnum ríkisins eins og það var orðað. Erlent Fréttir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Íslensk stjórnvöld skorast ekki undan friðargæslu í Darfúr-héraði, en beðið verður eftir að byssurnar þagni. Vopn streyma til héraðsins þrátt fyrir bann Sameinuðu þjóðanna og sendifulltrúum ESB og Kanada var hent úr landi í morgun. Uppreisnarmenn svartra Afríkubúa hafa barist við vígasveitir Araba í Darfúr-héraði síðan 2003. Síðarnefndi hópurinn nýtur stuðnings stjórnvalda í Khartoum, höfuðborg Súdans. Ráðamenn þar eru sagðir horfa framhjá eða styðja voðaverk vígasveitanna sem sögð eru stríðsglæpir. Sameinuðu þjóðirnar hafa þó ekki viljað ganga svo langt að tala um þjóðarmorð. Talið er að um tvö hundruð þúsund manns hafi týnt lífi í átökum í héraðinu síðan 2003 og tvær milljónir manna vergangi. Þessu neita ráðamenn í Súdan og segja um níu þúsund manns hafa fallið í átökum. Alþjóðsamfélagið hefur hægt og sígandi átta sig á umfangi málsins. Ástandið var til umræðu á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Åbo í Finnlandi í síðustu viku. Þar tilkynntu ráðherrar Svíþjóðar og Noregs að ríkin tvö ætluðu að senda herlið á átakasvæðin til að ganga á milli fylkinganna. Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, segir Íslendinga ekki skorast undan ábyrgð við friðargæslu í Darfúr. Hlutverk íslensku friðargæslunnar sé þó ekki skilgreint þanngi að liðsmenn gangi milli fylkinga - enda íslenskir friðargæsluliðar ekki hermenn. Íslendingar geti hins vegar tekið þátt í friðaruppbyggingu á seinni stigum. Ekki verði skorast undan þeirri ábyrgð þegar og ef hernaðarátökum lýkur. Alls óvíst er hvenær hægt verður að binda enda á átök í héraðinu. Mannréttindasatmökin Amnesty International segjast hafa ljósmyndir sem sýni að stjórnvöld í Súdan sendi bandamönnum sínum í Darfúr vopn þrátt fyrir bann Sameinuðu þjóðanna á flutning vopna þangað. Sendiherra Súdana í Lundúnum neitar því, segir myndirnar grunsamlegar og ætlað að villa um fyrir alþjóðasamfélaginu. Í morgun var svo æðsti sendifulltrúi Kanadamanna í landinu sendur heim og einnig sendifulltrúi Evrópusambandsins vegna afskipta af málefnum ríkisins eins og það var orðað.
Erlent Fréttir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira