Ferðir sendifulltrúa takmarkaðar Guðjón Helgason skrifar 19. september 2007 12:16 Bandarískum sendifulltrúum í Írak er nú bannað að ferðast utan Græna svæðisins svokallaða í Bagdad. Þetta var ákveðið eftir að írösk yfirvöld bönnuðu starfsemi verktakafyrirtækisins Blackwater í landinu. Fyrirtækið hefur annast gæslu sendifulltrúa. Írakar ákváðu að svipta Blacwater starfsleyfi eftir að 11 almennir íraskir borgarar týndu lífi þegar verktakar svokallaðir á vegum fyrirtækisins skutu út í loftið á mannmörgu torgi í Bagdad á sunnudaginn. Fyrirtækið hefur samið um að sjá um að vernda alla starfsmenn utanríkisráðuneytisins bandaríska í Írak. Talsmaður Blackwater segir starfsmenn fyrirtækisins hafa einvörðungi skotið í sjálfsvörn. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hét því í gær í samtali við Nouri al Maliki, forsætisráðherra Íraks, að málið yrði rannsakað ítarlega. Það breytti því ekki að fyrirtækinu er nú bannað að starfa í Írak og verktökum þeirra bannað að bera vopn. Það var svo í morgun sem bandaríska sendiráðið í Írak sendi bandarískum borgurum í Írak yfirlýsingum þar sem segir að öllum ferðum sendifulltrúa út fyrir græna svæðið svokallaða í Bagdad verði hætt í óákveðinn tíma frá deginum í dag. Á meðan verði farið yfir öryggismál og vernd þeirra. Írakar ætla nú að fara yfir starfsemi erlendra fyrirtækja sem starfa í landinu og sinna öryggisgæslum. Mörg þeirra eru með milljónasamninga við Bandaríkjamenn og sjá um verk sem áður voru á könnu hersins. Verktakabransinn í Írak er margra milljarða virði. Talið er að svo kallaðir vopnaðir verktakar í landinu séu nú á bilinu tuttugu og fimm til þrjátíu þúsund en þó telja margir þá margfallt fleiri. Erlent Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
Bandarískum sendifulltrúum í Írak er nú bannað að ferðast utan Græna svæðisins svokallaða í Bagdad. Þetta var ákveðið eftir að írösk yfirvöld bönnuðu starfsemi verktakafyrirtækisins Blackwater í landinu. Fyrirtækið hefur annast gæslu sendifulltrúa. Írakar ákváðu að svipta Blacwater starfsleyfi eftir að 11 almennir íraskir borgarar týndu lífi þegar verktakar svokallaðir á vegum fyrirtækisins skutu út í loftið á mannmörgu torgi í Bagdad á sunnudaginn. Fyrirtækið hefur samið um að sjá um að vernda alla starfsmenn utanríkisráðuneytisins bandaríska í Írak. Talsmaður Blackwater segir starfsmenn fyrirtækisins hafa einvörðungi skotið í sjálfsvörn. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hét því í gær í samtali við Nouri al Maliki, forsætisráðherra Íraks, að málið yrði rannsakað ítarlega. Það breytti því ekki að fyrirtækinu er nú bannað að starfa í Írak og verktökum þeirra bannað að bera vopn. Það var svo í morgun sem bandaríska sendiráðið í Írak sendi bandarískum borgurum í Írak yfirlýsingum þar sem segir að öllum ferðum sendifulltrúa út fyrir græna svæðið svokallaða í Bagdad verði hætt í óákveðinn tíma frá deginum í dag. Á meðan verði farið yfir öryggismál og vernd þeirra. Írakar ætla nú að fara yfir starfsemi erlendra fyrirtækja sem starfa í landinu og sinna öryggisgæslum. Mörg þeirra eru með milljónasamninga við Bandaríkjamenn og sjá um verk sem áður voru á könnu hersins. Verktakabransinn í Írak er margra milljarða virði. Talið er að svo kallaðir vopnaðir verktakar í landinu séu nú á bilinu tuttugu og fimm til þrjátíu þúsund en þó telja margir þá margfallt fleiri.
Erlent Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira