Hamilton féll úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. október 2007 07:32 Lewis Hamilton gengur hér af brautinni á mölinni sem varð honum að falli. Nordic Photos / Getty Images Úrslit í Formúlunni munu ekki ráðast fyrr en í lokakeppninni eftir að Lewis Hamilton féll úr keppni í Kína í morgun. Hamilton var með örugga forystu þar til um miðbik keppninnar að dekk hans fóru að gefa sig. Í stað þess að kalla Hamilton inn á viðgerðarsvæðið hélt hann áfram að keppa á nánast ónýtum dekkjum. Það varð honum að falli. Kimi Raikkönen á Ferrari kom fyrstur í mark en hann steig ekki feilspor alla keppnina. Fernando Alonso, McLaren, varð annar og Felipe Massa, Ferrari, þriðji. Munurinn á Hamilton og Alonso er nú fjögur stig, Bretanum í vil, sem þýðir að Hamilton nægir annað sætið í lokakeppninni í Brasilíu. Keppnin var í raun grútleiðinleg fyrstu 30 hringina. Hamilton hélt sinni stöðu í fyrsta sæti og virtist enginn ætla að ógna honum. Raikkönen var annar, Massa þriðji og Alonso fjórði. Svo um miðbik keppninnar gerðist eitthvað alvarlegt hjá Hamilton. Dekkin hans voru algerlega uppétin og missti hann fljótlega Raikkönen fram úr sér. En þá tók við einhverjir furðulegustu hringir ársins. Hamilton hélt áfram og leyfði Alonso að éta upp forskotið, allt að átta sekúndur á hring. Alonso hafði þarna tekið fram úr Massa sem var kominn á þurrdekk en þá byrjaði einmitt að rigna á nýjan leik. Loksins þegar Hamilton ætlaði að koma inn á viðgerðarsvæðið dundi ógæfan yfir. Hann missti stjórn á bílnum á fráreininni og rann út í möl. Dekkin voru orðin algerlega slétt og var bíllinn pikkfastur í grunnri möl. Ótrúleg sjón. Það var einnig með ólíkindum að Hamilton væri ekki löngu búinn að fara inn á viðgerðarsvæðið til að fá ný dekk. Þar með var ljóst að úrslit í stigakeppni ökuþóra ráðast ekki fyrr en í lokakeppninni sem fer fram í Brasilíu eftir tvær vikur. Nú var hætt að rigna og Massa óx ásmegin á þurrdekkjum sínum. Alonso og Raikkönen skiptu einnig yfir á þurrdekk en Alonso náði að halda forystunni á Massa en naumlega þó. Forysta Raikkönen á Alonso þegar um 20 hringir voru eftir voru um tíu sekúndur en þar sem að Hamilton féll úr leik hafði hvert stig sem Alonso gat unnið mikla þýðingu. Hann reyndi því eins og hann gat að saxa á forystu Raikkönen. En sá finnski hélt sínu striki allt til loka og er nú sjö stigum á eftir Hamilton í stigakeppninni. Raikkönen á því enn fræðilegan möguleika á því að verða heimsmeistari. Þá má einnig minnast frábærs árangurs Toro Rosso í keppninni og þá sér í lagi Þjóðverjans Sebastian Vettell. Hann hóf keppnina í sautjánda sæti en tók aðeins eitt viðgerðarhlé alla keppnina sem skilaði honum í fjórða sætið. Liuzzi náði einnig frábærum árangri og skilaði sér í sjötta sætið.Úrslit keppninnar: 1. Kimi Raikkönen, Ferrari 2. Fernando Alonso, McLaren 3. Felipe Massa, Ferrari 4. Sebastian Vettell, Toro Rosso 5. Jensen Button, Honda 6. Vitantonio Liuzzi, Toro Rosso 7. Nick Heidfeld, BMW 8. David Coulthard, Red BullStaða efstu manna í stigakeppni ökuþóra: 1. Lewis Hamilton, McLaren - 107 stig 2. Fernando Alonso, McLaren - 103 stig 3. Kimi Raikkönen, Ferrari - 100 stig 4. Felipe Massa, Ferrari - 86 stig Formúla Tengdar fréttir Alonso: Þarf eitthvað dramatískt Fernando Alonso sagði eftir keppnina í Kína í morgun að eitthvað mikið þyrfti til að hann yrði meistari. 7. október 2007 08:14 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira
Úrslit í Formúlunni munu ekki ráðast fyrr en í lokakeppninni eftir að Lewis Hamilton féll úr keppni í Kína í morgun. Hamilton var með örugga forystu þar til um miðbik keppninnar að dekk hans fóru að gefa sig. Í stað þess að kalla Hamilton inn á viðgerðarsvæðið hélt hann áfram að keppa á nánast ónýtum dekkjum. Það varð honum að falli. Kimi Raikkönen á Ferrari kom fyrstur í mark en hann steig ekki feilspor alla keppnina. Fernando Alonso, McLaren, varð annar og Felipe Massa, Ferrari, þriðji. Munurinn á Hamilton og Alonso er nú fjögur stig, Bretanum í vil, sem þýðir að Hamilton nægir annað sætið í lokakeppninni í Brasilíu. Keppnin var í raun grútleiðinleg fyrstu 30 hringina. Hamilton hélt sinni stöðu í fyrsta sæti og virtist enginn ætla að ógna honum. Raikkönen var annar, Massa þriðji og Alonso fjórði. Svo um miðbik keppninnar gerðist eitthvað alvarlegt hjá Hamilton. Dekkin hans voru algerlega uppétin og missti hann fljótlega Raikkönen fram úr sér. En þá tók við einhverjir furðulegustu hringir ársins. Hamilton hélt áfram og leyfði Alonso að éta upp forskotið, allt að átta sekúndur á hring. Alonso hafði þarna tekið fram úr Massa sem var kominn á þurrdekk en þá byrjaði einmitt að rigna á nýjan leik. Loksins þegar Hamilton ætlaði að koma inn á viðgerðarsvæðið dundi ógæfan yfir. Hann missti stjórn á bílnum á fráreininni og rann út í möl. Dekkin voru orðin algerlega slétt og var bíllinn pikkfastur í grunnri möl. Ótrúleg sjón. Það var einnig með ólíkindum að Hamilton væri ekki löngu búinn að fara inn á viðgerðarsvæðið til að fá ný dekk. Þar með var ljóst að úrslit í stigakeppni ökuþóra ráðast ekki fyrr en í lokakeppninni sem fer fram í Brasilíu eftir tvær vikur. Nú var hætt að rigna og Massa óx ásmegin á þurrdekkjum sínum. Alonso og Raikkönen skiptu einnig yfir á þurrdekk en Alonso náði að halda forystunni á Massa en naumlega þó. Forysta Raikkönen á Alonso þegar um 20 hringir voru eftir voru um tíu sekúndur en þar sem að Hamilton féll úr leik hafði hvert stig sem Alonso gat unnið mikla þýðingu. Hann reyndi því eins og hann gat að saxa á forystu Raikkönen. En sá finnski hélt sínu striki allt til loka og er nú sjö stigum á eftir Hamilton í stigakeppninni. Raikkönen á því enn fræðilegan möguleika á því að verða heimsmeistari. Þá má einnig minnast frábærs árangurs Toro Rosso í keppninni og þá sér í lagi Þjóðverjans Sebastian Vettell. Hann hóf keppnina í sautjánda sæti en tók aðeins eitt viðgerðarhlé alla keppnina sem skilaði honum í fjórða sætið. Liuzzi náði einnig frábærum árangri og skilaði sér í sjötta sætið.Úrslit keppninnar: 1. Kimi Raikkönen, Ferrari 2. Fernando Alonso, McLaren 3. Felipe Massa, Ferrari 4. Sebastian Vettell, Toro Rosso 5. Jensen Button, Honda 6. Vitantonio Liuzzi, Toro Rosso 7. Nick Heidfeld, BMW 8. David Coulthard, Red BullStaða efstu manna í stigakeppni ökuþóra: 1. Lewis Hamilton, McLaren - 107 stig 2. Fernando Alonso, McLaren - 103 stig 3. Kimi Raikkönen, Ferrari - 100 stig 4. Felipe Massa, Ferrari - 86 stig
Formúla Tengdar fréttir Alonso: Þarf eitthvað dramatískt Fernando Alonso sagði eftir keppnina í Kína í morgun að eitthvað mikið þyrfti til að hann yrði meistari. 7. október 2007 08:14 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira
Alonso: Þarf eitthvað dramatískt Fernando Alonso sagði eftir keppnina í Kína í morgun að eitthvað mikið þyrfti til að hann yrði meistari. 7. október 2007 08:14