Internetlén fyrir asíumarkað Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 9. október 2007 10:49 Internetlénin .asia eru nú komin á markað og er búist við að stórfyrirtæki hlaupi til og tryggi sér lén fyrst. Nú geta ríkisstjórnir og fyrirtæki skráð áhuga á ákveðnum lénaheitum sem byrja á www og enda á .asia. Í febrúar næstkomandi er búist mikilli ásókn þegar almenningur fær að sækja um .asia lén. Á síðasta ári fékk DotAsia fyrirtækið opinbert leyfi til að setja upp lénið og þau fyrstu fara í notkun í mars á næsta ári. Vinna fyrirtækisins við verkefnið hófst árið 2000. Ólíkt öðrum lénafyrirtækjum ætlar DotAsia að bjóða upp lénaheiti sem fleiri en einn óska eftir þannig að hæstbjóðandi vinnur réttinn. Svæðið sem lénið nær til nær frá Ástralíu til Miðausturlanda. Um 20 fyrirtæki sem reka lén með landakóðum á svæðinu styðja .asia skráninguna. Um er að ræða annað svæðisbundna lénið sem kemst á laggirnar. Hið fyrsta var evrópulénið .eu sem fór á markað í apríl á síðasta ári. Búist er við að svæðislén fyrir Afríku og Suður-Ameríku fylgi í kjölfarið. Lesley Cowley framkvæmdastjóri .uk lénsins Nominet sagði í viðtali við BBC að svæðisbundin lén gætu verið góður kostur vegna þess að margar þjóðir hefðu stranga skilmála um skráningu og notkun landaléna. Þá telur hann aukningu á lénum leiða til þess að fyrirtæki þurfi að ákveða hvort þau ætli að vernda vörumerki sín á þeim öllum. Þrátt fyrir fjölda tungumála sem talaður er í Asíu munu öll .asia lénin verða skrifuð með latneska stafrófinu líkt og .com og .uk. Í framtíðinni mun verða boðið upp á mismunandi stafróf, en DotAsia hefur ekkert gefið upp um hvenær það gæti orðið. Á sama tíma og .asia lénin fara í notkun mun fyrirtæki sem hefur eftirlit með internetheitum Icann (The Internet Corporation for Assigned Names and Numbers) setja í notkun nýtt kerfi sem leyfir að lén séu skrifuð með öðrum stafrófum. Þar á meðal verða lénaheiti á arabísku, persnesku, kínversku, rússnesku, grísku, kóresku, hebresku og japönsku. Tækni Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Internetlénin .asia eru nú komin á markað og er búist við að stórfyrirtæki hlaupi til og tryggi sér lén fyrst. Nú geta ríkisstjórnir og fyrirtæki skráð áhuga á ákveðnum lénaheitum sem byrja á www og enda á .asia. Í febrúar næstkomandi er búist mikilli ásókn þegar almenningur fær að sækja um .asia lén. Á síðasta ári fékk DotAsia fyrirtækið opinbert leyfi til að setja upp lénið og þau fyrstu fara í notkun í mars á næsta ári. Vinna fyrirtækisins við verkefnið hófst árið 2000. Ólíkt öðrum lénafyrirtækjum ætlar DotAsia að bjóða upp lénaheiti sem fleiri en einn óska eftir þannig að hæstbjóðandi vinnur réttinn. Svæðið sem lénið nær til nær frá Ástralíu til Miðausturlanda. Um 20 fyrirtæki sem reka lén með landakóðum á svæðinu styðja .asia skráninguna. Um er að ræða annað svæðisbundna lénið sem kemst á laggirnar. Hið fyrsta var evrópulénið .eu sem fór á markað í apríl á síðasta ári. Búist er við að svæðislén fyrir Afríku og Suður-Ameríku fylgi í kjölfarið. Lesley Cowley framkvæmdastjóri .uk lénsins Nominet sagði í viðtali við BBC að svæðisbundin lén gætu verið góður kostur vegna þess að margar þjóðir hefðu stranga skilmála um skráningu og notkun landaléna. Þá telur hann aukningu á lénum leiða til þess að fyrirtæki þurfi að ákveða hvort þau ætli að vernda vörumerki sín á þeim öllum. Þrátt fyrir fjölda tungumála sem talaður er í Asíu munu öll .asia lénin verða skrifuð með latneska stafrófinu líkt og .com og .uk. Í framtíðinni mun verða boðið upp á mismunandi stafróf, en DotAsia hefur ekkert gefið upp um hvenær það gæti orðið. Á sama tíma og .asia lénin fara í notkun mun fyrirtæki sem hefur eftirlit með internetheitum Icann (The Internet Corporation for Assigned Names and Numbers) setja í notkun nýtt kerfi sem leyfir að lén séu skrifuð með öðrum stafrófum. Þar á meðal verða lénaheiti á arabísku, persnesku, kínversku, rússnesku, grísku, kóresku, hebresku og japönsku.
Tækni Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira