
Sport
Ragna vann tvöfalt

Ragna Ingólfsdóttir vann tvöfalt á alþjóðlega badmninton mótinu sem haldið var í TBR húsinu um helgina. Fyrr í dag vann Ragna sigur í einliðaleik þar sem hún lagði Trine Niemaier frá Danmörku í úrslitaleik og sigraði svo í tvíliðaleiknum ásamt Katrínu Atladóttur síðar í dag þegar þær báru sigurorð af Söru Jónsdóttur og Tinnu Helgadóttur.