Fyrsti Kmerinn fyrir dóm Guðjón Helgason skrifar 20. nóvember 2007 12:45 Fyrstu réttarhöldin yfir leiðtoga Rauðu Kmerana í Kambódíu hófust í morgun. Þá mætti yfirmaður alræmdustu dýflyssu landsins fyrir sérskipaðan dómstól Sameinuðu þjóðanna til að svara til saka fyrir voðaverk á tímum ógnarstjórnar Kmeranna. Rauðu kmerarnir voru við völd í Kambódíu frá 1975 til 1979. Þeim er kennt um dauða nærri tveggja milljóna manna. Kaing Guek Eav, öðru nafni Duch, er 66 ára. Hann var leiddur inn í þéttskipaðan dómssalinn í morgun. Hann er fyrsti leiðtogi Rauðu kmeranna sem þarf að svara til saka fyrir ódæðin á valdatíma þeirra. Lögfræðingar hans höfðu óskað eftir því að hann yrði látinn laus gegn tryggingu áður en sjálfur málflutningurinn hefst á næstu dögum. Sú bón er nú til meðferðar. Duch stjórnaði Tuol Sleng fangelsinu í höfuðborginni Phnom Penh með harðri hendi. Hann er ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu. Um 16 þúsund menn, konur og börn voru pyntuð þar og síðan myrt. 14 lifðu hörmungarnar í Tuol Sleng af. 4 til viðbótar eru í haldi og bíða þess að dómstóll Sameinuðu þjóðanna taki mál þeirra fyrir. Khieu Samphan, fyrrverandi forseti, var handtekinn í gær og Ieng Sary, fyrrverandi utanríkisráðherra í síðustu viku. Noun Chea, næstráðand á eftir leiðtoganum Pol Pot, er einnig í haldi auk Ieng Thirith, fyrrverandi félagsmálaráðherra. Pot sjálfur lést 1998. Nokkurn tíma hefur tekið að draga Kmerana fyrir dóm. Margir þeirra hafa um frjálst höfuð strokið allar götur frá lokum ógnarstjórnarinnar. Sumir þeirra sem þurftu að þola harðræði hafa síðan búið í návígi við fyrrverandi kvalara sína. Nú vill þetta fólk að réttlætinu verði fullnægt. Erlent Fréttir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira
Fyrstu réttarhöldin yfir leiðtoga Rauðu Kmerana í Kambódíu hófust í morgun. Þá mætti yfirmaður alræmdustu dýflyssu landsins fyrir sérskipaðan dómstól Sameinuðu þjóðanna til að svara til saka fyrir voðaverk á tímum ógnarstjórnar Kmeranna. Rauðu kmerarnir voru við völd í Kambódíu frá 1975 til 1979. Þeim er kennt um dauða nærri tveggja milljóna manna. Kaing Guek Eav, öðru nafni Duch, er 66 ára. Hann var leiddur inn í þéttskipaðan dómssalinn í morgun. Hann er fyrsti leiðtogi Rauðu kmeranna sem þarf að svara til saka fyrir ódæðin á valdatíma þeirra. Lögfræðingar hans höfðu óskað eftir því að hann yrði látinn laus gegn tryggingu áður en sjálfur málflutningurinn hefst á næstu dögum. Sú bón er nú til meðferðar. Duch stjórnaði Tuol Sleng fangelsinu í höfuðborginni Phnom Penh með harðri hendi. Hann er ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu. Um 16 þúsund menn, konur og börn voru pyntuð þar og síðan myrt. 14 lifðu hörmungarnar í Tuol Sleng af. 4 til viðbótar eru í haldi og bíða þess að dómstóll Sameinuðu þjóðanna taki mál þeirra fyrir. Khieu Samphan, fyrrverandi forseti, var handtekinn í gær og Ieng Sary, fyrrverandi utanríkisráðherra í síðustu viku. Noun Chea, næstráðand á eftir leiðtoganum Pol Pot, er einnig í haldi auk Ieng Thirith, fyrrverandi félagsmálaráðherra. Pot sjálfur lést 1998. Nokkurn tíma hefur tekið að draga Kmerana fyrir dóm. Margir þeirra hafa um frjálst höfuð strokið allar götur frá lokum ógnarstjórnarinnar. Sumir þeirra sem þurftu að þola harðræði hafa síðan búið í návígi við fyrrverandi kvalara sína. Nú vill þetta fólk að réttlætinu verði fullnægt.
Erlent Fréttir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira