Viðsnúningur á erlendum mörkuðum 26. nóvember 2007 16:26 Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum en gengi helstu vísitalna þar í landi tók snarpa dýfu seinni part dags. Mynd/AP Snarpur viðsnúningur varð á gengi helstu hlutabréfavísitalna á Vesturlöndum skömmu eftir hádegi í dag þegar bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs greindi frá því að líkur væru á að HSBC, einn af stærsti bönkum heims, gæti neyðst til þess að afskrifa tólf milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 760 milljarða íslenskra króna, útlán. Fréttaveita Bloomberg segir ljóst að enn eigi eftir að dýpka á undirmálslánakrísunni, sem hefur plagað fjármálafyrirtæki víða um heim vegna mikilla vanskila á fasteignalánum vestanhafs. Bloomberg hefur hins vegar eftir fulltrúum nokkurra af stærstu bönkum Bandaríkjanna, að þeir vilji ekki tjá sig um málið. Þá spilar inn í að bandarískir bankar lækkuðu verðmat sitt á nokkrum af stærstu byggingaverktökum vestanhafs í dag. Gengi helstu vísitalna var á uppleið fram eftir degi en snérist snarlega við eftir að fréttin birtist. FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkaði um 0,9 prósent og vísitölur í öðrum löndum litlu minna. Þá lækkaði Dow Jones-vísitalan í Bandaríkjunum snarlega en hún hefur það sem af er dags lækkað um 0,25 prósent. Nasdaq-vísitalan hefur sveiflast nokkuð en hún hefur lækkað um rúm 0,6 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Snarpur viðsnúningur varð á gengi helstu hlutabréfavísitalna á Vesturlöndum skömmu eftir hádegi í dag þegar bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs greindi frá því að líkur væru á að HSBC, einn af stærsti bönkum heims, gæti neyðst til þess að afskrifa tólf milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 760 milljarða íslenskra króna, útlán. Fréttaveita Bloomberg segir ljóst að enn eigi eftir að dýpka á undirmálslánakrísunni, sem hefur plagað fjármálafyrirtæki víða um heim vegna mikilla vanskila á fasteignalánum vestanhafs. Bloomberg hefur hins vegar eftir fulltrúum nokkurra af stærstu bönkum Bandaríkjanna, að þeir vilji ekki tjá sig um málið. Þá spilar inn í að bandarískir bankar lækkuðu verðmat sitt á nokkrum af stærstu byggingaverktökum vestanhafs í dag. Gengi helstu vísitalna var á uppleið fram eftir degi en snérist snarlega við eftir að fréttin birtist. FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkaði um 0,9 prósent og vísitölur í öðrum löndum litlu minna. Þá lækkaði Dow Jones-vísitalan í Bandaríkjunum snarlega en hún hefur það sem af er dags lækkað um 0,25 prósent. Nasdaq-vísitalan hefur sveiflast nokkuð en hún hefur lækkað um rúm 0,6 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira