Kubica ekki ánægður með framþróun BMW 26. september 2008 08:04 Robert Kubica spjallar við fréttamenn í Singapúr. Nordic Photos / AFP Robert Kubica er meðal þeirra sem eiga enn möguleika á meistaratitilinum í Formúlu 1, þegar fjórum mótum er ólokið. Kubica var efstur að stigum eftir sigur í Kanada í sumar, en missti síðan flugið og honum fannst BMW ekki færa sér nægilegan stuðning í ljósi stöðunnar í sumar. „Ökumenn vilja allltaf betri bíl en þeir hafa undir höndum og það er ekkert leyndarmál að við höfum ekki staðið okkur sem skyldi að undanförnu. Trúlega hefði ég þó getað verið á verðlaunapalli í þremur mótum í röð, en lenti í vanda í þjónustuhléi á Spa í Belgíu. En ýmis vandamál hafa háð okkur upp á síðkastið,“ segir Kubica. Hann varð þriðji á Monza brautinni á eftir Sebastian Vettel og Heikki Kovalainen á dögunum. Komst upp fyrir heimsmeistarann Kimi Raikkönen að stigum. „Við erum búnir að gera mistök varðandi framþróun bílsins í sumar, þrátt fyrir langar og strangar prófanir í vindgöngum. Ég vil keppa til sigurs og bilið milli mín og Ferrari og McLaren hefur verið of mikið. BMW bíllinn er ekki nögu snöggur og Torro Rosso og Renault liðin hafa færst nær okkur.“ Kubica þykir líklegur til afreka á Singapúr brautinni um helgina, en götukappakstur virðist henta honum vel. Bein útsending er frá fyrstu æfingum Formúlu 1 liða á Stöð 2 Sport kl. 11.55 í dag og aftur kl. 13.25.Sjá stigagjöf í mótum ársins Formúla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Robert Kubica er meðal þeirra sem eiga enn möguleika á meistaratitilinum í Formúlu 1, þegar fjórum mótum er ólokið. Kubica var efstur að stigum eftir sigur í Kanada í sumar, en missti síðan flugið og honum fannst BMW ekki færa sér nægilegan stuðning í ljósi stöðunnar í sumar. „Ökumenn vilja allltaf betri bíl en þeir hafa undir höndum og það er ekkert leyndarmál að við höfum ekki staðið okkur sem skyldi að undanförnu. Trúlega hefði ég þó getað verið á verðlaunapalli í þremur mótum í röð, en lenti í vanda í þjónustuhléi á Spa í Belgíu. En ýmis vandamál hafa háð okkur upp á síðkastið,“ segir Kubica. Hann varð þriðji á Monza brautinni á eftir Sebastian Vettel og Heikki Kovalainen á dögunum. Komst upp fyrir heimsmeistarann Kimi Raikkönen að stigum. „Við erum búnir að gera mistök varðandi framþróun bílsins í sumar, þrátt fyrir langar og strangar prófanir í vindgöngum. Ég vil keppa til sigurs og bilið milli mín og Ferrari og McLaren hefur verið of mikið. BMW bíllinn er ekki nögu snöggur og Torro Rosso og Renault liðin hafa færst nær okkur.“ Kubica þykir líklegur til afreka á Singapúr brautinni um helgina, en götukappakstur virðist henta honum vel. Bein útsending er frá fyrstu æfingum Formúlu 1 liða á Stöð 2 Sport kl. 11.55 í dag og aftur kl. 13.25.Sjá stigagjöf í mótum ársins
Formúla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira