Fyrsta flóðlýsta mótið í sögu Formúlu 1 23. september 2008 10:04 Ekið verður að næturlagi í Síngapúr. Formúlu 1 ökumenn bíða spenntir eftir fyrsta Formúlu 1 mótinu sem haldið verður á flóðlýstri braut á götum Síngapúr um helgina. Fyrstu kapparnir eru þegar mættir á svæðið til að kanna aðstæður og venjast tímamismuninum á milli Evrópu og Singapúr. Það atferli er mikilvægt þar sem ökumenn og starfsmenn liða munu aka að næturlagi, svo útsendingar í Evrópu séu um miðjan dag. Munu svefnvenjur starfsmanna liðanna verða all óvenjulegar og líkur á að menn ruglist lítillega í ríminu hvað þetta atriði varðar. „Ég tel að fyrirkomulagið muni hafa áhrif á starfsmenn okkar. Við höfum unnið með læknum og sérfræðingum til að minnka álag á líkama þeirra sem starfa fyrir okkur. Menn eru ekki vanir að vinna eða keppa á næturtíma í kappakstri," segir Pat Symonds, einn af yfirmönnum Renault liðsins. Hvert lið mætir með 100 starfsmenn og 30 tonn af búnaði, en 13 tíma flug er frá Englandi þar sem flest lið eru staðsett. Margir ökumenn hafa áhyggjur af því að skyggni verði lítið ef það rignir. Þá er líka hætt á því að flóðljósin lýsi upp vatnssúlurnar sem standa afturúr bílunum og skapi þannig hættu. Brautin liggur um hafnarsvæðið og miðborgina í Singapúr og er hönnuð af Hermann Tilke. Bílarnir munu m.a. keyra undir eina stúkuna, en brautinni er líkt við kappaksturinn í Mónakó. Mikil spenna er í keppni ökumanna, en aðeins einu sitigi munar á Lewis Hamilton á McLaren og Felipe Massa á Ferrari. Sex ökumenn eiga möguleika á titli ökumanna þegar fjórum mótið er ólokið. Brautarlýsingin í Síngapúr. Formúla Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Formúlu 1 ökumenn bíða spenntir eftir fyrsta Formúlu 1 mótinu sem haldið verður á flóðlýstri braut á götum Síngapúr um helgina. Fyrstu kapparnir eru þegar mættir á svæðið til að kanna aðstæður og venjast tímamismuninum á milli Evrópu og Singapúr. Það atferli er mikilvægt þar sem ökumenn og starfsmenn liða munu aka að næturlagi, svo útsendingar í Evrópu séu um miðjan dag. Munu svefnvenjur starfsmanna liðanna verða all óvenjulegar og líkur á að menn ruglist lítillega í ríminu hvað þetta atriði varðar. „Ég tel að fyrirkomulagið muni hafa áhrif á starfsmenn okkar. Við höfum unnið með læknum og sérfræðingum til að minnka álag á líkama þeirra sem starfa fyrir okkur. Menn eru ekki vanir að vinna eða keppa á næturtíma í kappakstri," segir Pat Symonds, einn af yfirmönnum Renault liðsins. Hvert lið mætir með 100 starfsmenn og 30 tonn af búnaði, en 13 tíma flug er frá Englandi þar sem flest lið eru staðsett. Margir ökumenn hafa áhyggjur af því að skyggni verði lítið ef það rignir. Þá er líka hætt á því að flóðljósin lýsi upp vatnssúlurnar sem standa afturúr bílunum og skapi þannig hættu. Brautin liggur um hafnarsvæðið og miðborgina í Singapúr og er hönnuð af Hermann Tilke. Bílarnir munu m.a. keyra undir eina stúkuna, en brautinni er líkt við kappaksturinn í Mónakó. Mikil spenna er í keppni ökumanna, en aðeins einu sitigi munar á Lewis Hamilton á McLaren og Felipe Massa á Ferrari. Sex ökumenn eiga möguleika á titli ökumanna þegar fjórum mótið er ólokið. Brautarlýsingin í Síngapúr.
Formúla Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira