Erfiðleikarnir halda áfram 21. ágúst 2008 20:00 Erfiðleikar í bandarísku efnahagslífi munu halda áfram út árið og verða jafnvel meiri en áður. Bandaríkjamenn eru engu að síður jákvæðir um horfurnar næsta hálfa árið. Mynd/AFP Hægja mun mjög á bandarísku efnahagslífi á seinni helmingi ársins. Margt bendir til að dýpra sé á erfiðleikunum en áður var talið. Mestu munar um áframhaldandi verðlækkun fasteigna og aukins atvinnuleysis, sem hefur ekki verið meira í sex ár, að sögn bandarískra hagfræðinga. Bandaríska fréttaveitan Bloomberg segir hagvísa hafa lækkað um 0,7 prósent á milli mánaða í júlí sem er þrisvar sinnum meira en áður hafði verið spáð. Þetta sé vísbending um það sem koma skuli. Martin Feldstein, hagfræðingur við Havard-háskóla, segir í samtali við Bloomberg-viðskiptafréttastöðina, að fátt bendir til að fáar vísbendingar hafi komið fram um bata í efnahagslífinu. Þvert á móti bendi flest til hins verra. Hann segist sömuleiðis vera svartsýnni nú um horfur í efnahagsmálum en fyrir ári. Máli sínu til stuðnings benti hann á áframhaldandi lausafjárþurrð og óróleika á fjármálamörkuðum sem hafi fellt gengi húsnæðislánasjóða á borð við Fannie Mae og Freddie Mac. Þá hafi gengi hlutabréfa falli og gengi bandaríkjadals verið lágt. Bloomberg segir góðu fréttirnar í svartnættinu hins vegar þær að fleiri Bandaríkjamenn telji nú líkur á bata í efnahagslífinu á næstu sex mánuðum en fyrir ári. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Hægja mun mjög á bandarísku efnahagslífi á seinni helmingi ársins. Margt bendir til að dýpra sé á erfiðleikunum en áður var talið. Mestu munar um áframhaldandi verðlækkun fasteigna og aukins atvinnuleysis, sem hefur ekki verið meira í sex ár, að sögn bandarískra hagfræðinga. Bandaríska fréttaveitan Bloomberg segir hagvísa hafa lækkað um 0,7 prósent á milli mánaða í júlí sem er þrisvar sinnum meira en áður hafði verið spáð. Þetta sé vísbending um það sem koma skuli. Martin Feldstein, hagfræðingur við Havard-háskóla, segir í samtali við Bloomberg-viðskiptafréttastöðina, að fátt bendir til að fáar vísbendingar hafi komið fram um bata í efnahagslífinu. Þvert á móti bendi flest til hins verra. Hann segist sömuleiðis vera svartsýnni nú um horfur í efnahagsmálum en fyrir ári. Máli sínu til stuðnings benti hann á áframhaldandi lausafjárþurrð og óróleika á fjármálamörkuðum sem hafi fellt gengi húsnæðislánasjóða á borð við Fannie Mae og Freddie Mac. Þá hafi gengi hlutabréfa falli og gengi bandaríkjadals verið lágt. Bloomberg segir góðu fréttirnar í svartnættinu hins vegar þær að fleiri Bandaríkjamenn telji nú líkur á bata í efnahagslífinu á næstu sex mánuðum en fyrir ári.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira