Bretinn Lewis Hamilton tók á móti meistaratitili ökumanna í gærkvöldi. FIA hélt hóf til heiðurs meisturum í akstursíþróttum í Mónakó.
Hamilton sagði að hann og fjölskylda hans hefðu verið í ævintýraferðalagi frá því hann var unglingur og titilinn væri afrakstur ferðalagsins. Hamilton vann Felipe Massa með eins stigs mun og tryggði sér titilinn í síðustu beygju síðasta móts ársins í Brasilíu.
Hamilton er kominn aftur til Englands til að undirbúa sig fyrir þátttöku í tveimur sýningaratriðum á Wembley á morgun. Þá fer fram meistaramót ökumanna í kappakstri á malbikaðri braut á Wembley.
Stöð 2 Sport sýnir beint frá viðburðinum kl. 14.00 á morgun og stendur útsendingin yfir í liðlega fimm og hálfa klukkustund. Meðal keppenda í mótinu er Michael Schumacher.