Massa: Heimskulegt að hugsa um Hamilton 1. nóvember 2008 18:16 Massa og Hamilton munu berjast um titilinn sem Raikkönen vann í fyrra. mynd: Getty Images Felipe Massa segist ekki gefa Lewis Hamilton neinn gaum eftir að hafa náð besta tíma í tímatökum í dag. Massa stefnir á sigur í mótinu og segir að árangur Lewis Hamilton ráði því hvor verður meistari. Ef Massa vinnur, þá verður Hamilton að ná fimmta sæti til að verða meistari. Ef það tekst ekki, þá verður Massa meistari. Fyrir aftan Hamilton ræsir Fernando Alonso. "Ég er ekki að hugsa um hvað Hamilton er að gera. Það er heimskulegt. Ég verð að einbeita mér að akstrinum, ekki hugsa um keppinautinn", sagði Massa. "Það eru 73 hringir á morgun og keppnin er löng og ströng. Bíllinn er góður og hefur alltaf verið góður á þessari braut. Það er rafmögnuð stemmning á heimavelli mínum og auðvitað hjálpar það mér. Ég er fremstur á ráslínú þriðja árið i röð og það er frábær tilfinning", sagði Massa. Hamilton var ekki eins glaðreifur og Massa, en líst ágætlega á stöðuna. "Mótið verður erfitt og ég verð að passa upp á dekkin. Ég held það sé öruggt að keppinautar okkar eru á bensínléttari bílum, sem gæti komið þeim í koll", sagði Hamilton. Sjá brautarlýsingu og tölfræði Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Felipe Massa segist ekki gefa Lewis Hamilton neinn gaum eftir að hafa náð besta tíma í tímatökum í dag. Massa stefnir á sigur í mótinu og segir að árangur Lewis Hamilton ráði því hvor verður meistari. Ef Massa vinnur, þá verður Hamilton að ná fimmta sæti til að verða meistari. Ef það tekst ekki, þá verður Massa meistari. Fyrir aftan Hamilton ræsir Fernando Alonso. "Ég er ekki að hugsa um hvað Hamilton er að gera. Það er heimskulegt. Ég verð að einbeita mér að akstrinum, ekki hugsa um keppinautinn", sagði Massa. "Það eru 73 hringir á morgun og keppnin er löng og ströng. Bíllinn er góður og hefur alltaf verið góður á þessari braut. Það er rafmögnuð stemmning á heimavelli mínum og auðvitað hjálpar það mér. Ég er fremstur á ráslínú þriðja árið i röð og það er frábær tilfinning", sagði Massa. Hamilton var ekki eins glaðreifur og Massa, en líst ágætlega á stöðuna. "Mótið verður erfitt og ég verð að passa upp á dekkin. Ég held það sé öruggt að keppinautar okkar eru á bensínléttari bílum, sem gæti komið þeim í koll", sagði Hamilton. Sjá brautarlýsingu og tölfræði
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira