Brynjar Már vandar til verka 31. október 2008 04:30 Brynjar Már Valdimarsson gefur á laugardaginn út sína fyrstu plötu, The Beginning.fréttablaðið/stefán Fyrsta plata Brynjars Más Valdimarssonar, eða BMV, kemur út á laugardaginn. Nefnist hún The Beginning og hefur að geyma vönduð popplög sem tekin voru upp í New York fyrr á árinu. „Þegar maður horfir tvö ár aftur í tímann þá er þetta búið að taka smá tíma. Það er alltaf gaman að leggja lokahönd á eitthvert verkefni og sjá það verða að veruleika," segir Brynjar Már, sem semur öll lög plötunnar. Á meðal þeirra eru Runaway, Forget About Me og Endlessly, sem hafa vakið athygli að undanförnu. Hafa þau tvö síðasttöldu til að mynda náð á vinsældalista í Asíu, Austur-Evrópu, Portúgal og auðvitað hér á landi. Fjórir erlendir textahöfundar semja textana á plötunni og segist Brynjar hafa valið þessa leið því hann vildi vanda til verka. „Ef ég ætlaði að gera þetta á ensku þá vildi ég gera enska texta, ekki ísl-enska. Orðaforðinn hjá Íslendingum á ensku er bara svo takmarkaður þannig að mig langaði að fara þessa leið," segir hann. Brynjar ætlaði að gefa plötuna út erlendis fyrir jólin en varð að bíða með það sökum efnahagsástandsins. „Bara að gefa plötuna út hérna heima hækkaði framleiðsluna um 60 prósent en samt hækkar maður ekkert verðið á plötunni." Vonast hann til að gefa plötuna út erlendis eftir áramót og fylgja henni þá eftir með tónleikaferð. Þar mun raddþjálfunarnám hans í FÍH væntanlega koma að góðum notum „Ég ætlaði að fara til Danmerkur en þegar þetta nám kom hingað var ég ekki lengi að skella mér á það. Þarna er kennd önnur nálgun á raddböndin sem hljóðfæri og þetta er í fyrsta skipti sem er verið að kenna rytmískan söng en ekki bara klassískan," segir Brynjar. - fb Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Fyrsta plata Brynjars Más Valdimarssonar, eða BMV, kemur út á laugardaginn. Nefnist hún The Beginning og hefur að geyma vönduð popplög sem tekin voru upp í New York fyrr á árinu. „Þegar maður horfir tvö ár aftur í tímann þá er þetta búið að taka smá tíma. Það er alltaf gaman að leggja lokahönd á eitthvert verkefni og sjá það verða að veruleika," segir Brynjar Már, sem semur öll lög plötunnar. Á meðal þeirra eru Runaway, Forget About Me og Endlessly, sem hafa vakið athygli að undanförnu. Hafa þau tvö síðasttöldu til að mynda náð á vinsældalista í Asíu, Austur-Evrópu, Portúgal og auðvitað hér á landi. Fjórir erlendir textahöfundar semja textana á plötunni og segist Brynjar hafa valið þessa leið því hann vildi vanda til verka. „Ef ég ætlaði að gera þetta á ensku þá vildi ég gera enska texta, ekki ísl-enska. Orðaforðinn hjá Íslendingum á ensku er bara svo takmarkaður þannig að mig langaði að fara þessa leið," segir hann. Brynjar ætlaði að gefa plötuna út erlendis fyrir jólin en varð að bíða með það sökum efnahagsástandsins. „Bara að gefa plötuna út hérna heima hækkaði framleiðsluna um 60 prósent en samt hækkar maður ekkert verðið á plötunni." Vonast hann til að gefa plötuna út erlendis eftir áramót og fylgja henni þá eftir með tónleikaferð. Þar mun raddþjálfunarnám hans í FÍH væntanlega koma að góðum notum „Ég ætlaði að fara til Danmerkur en þegar þetta nám kom hingað var ég ekki lengi að skella mér á það. Þarna er kennd önnur nálgun á raddböndin sem hljóðfæri og þetta er í fyrsta skipti sem er verið að kenna rytmískan söng en ekki bara klassískan," segir Brynjar. - fb
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira