Víst voru þeir sviknir Guðni Ágústsson skrifar 6. júní 2008 00:01 Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, sendi mér tóninn í laugardagsblaðinu. Hrannar vænir mig um að fara með ósannindi og lætur að því liggja að slíkt leggi ég í vana minn. Sem betur fer bý ég við þá gæfu að fáir væna mig um það sem stjórnmálamann að fara með ósannindi eða hafa rangt við. Samfylkingin vissi hins vegar fyrir síðustu kosningar að samningur er samningur og við hann á að standa. Ég fór í minni eldhúsdagsræðu yfir þær fullyrðingar sem fulltrúar bæði aldraðra og öryrkja lögðu fyrir félagsmálanefnd Alþingis. Það sem enn fremur staðfestir brot ríkisstjórnarinnar á svonefndu Ásmundarsamkomulagi er það að Alþýðusamband Íslands hefur reiknað það svo að það vanti átta til tíu þúsund krónur í umslög aldraðra og öryrkja um hver mánaðamót, eða um 3,6 milljarða á ári. Ég minnti þar Samfylkinguna á að ASÍ kann að reikna og hef engan heyrt vefengja það og alls ekki Samfylkinguna. Enda fór svo í utandagskrárumræðu á Alþingi, sem ég átti við forsætisráðherra, að þeir Helgi Hjörvar alþingismaður og Ellert Schram viðurkenndu að í þessu máli væri brotalöm. Ég hvet þig, ágæti Hrannar, til þess að þið Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra eigið fund með ASÍ, þar sem kæmu Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, Halldór Sævar Guðbergsson, formaður ÖBÍ, Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ, Helgi Hjálmarsson, formaður LEB, og Margrét Marteinsdóttir, formaður FEB. Gott væri einnig að bjóða Ingibjörgu Sólrúnu og Össuri á fundinn. Ekkert af þessu fólki tilheyrir því miður Framsóknarflokknum en þetta fólk myndi staðfesta allt það sem ég sagði um svikin á Ásmundarsamkomulaginu. Ágæti Hrannar. Lokaorð greinar þinnar um afrek Samfylkingarinnar á fyrsta ári hennar í ríkisstjórn ber vott um hroka og eru í ætt við áttatíu prósent vitleysuna hennar Ingibjargar Sólrúnar sem henti Geir H. Haarde að éta upp eftir henni. Lægstu laun á vinnumarkaði hækkuðu um 18 þúsund krónur í samningum í vetur en bætur almannatrygginga aðeins um 8-10 þúsund krónur í kjölfarið. Lífeyrisþegar telja þess vegna í dag að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hafi svikið sig um kjarabætur og á ný valið sér annað viðmið til að spara peninga. Ég læt svo fylgja hér með hvert ríkisstjórnin getur sótt mörg önnur atriði sem koma öldruðum og öryrkjum til bóta. Þær niðurstöður sem við framsóknarmenn ásamt sjálfstæðismönnum staðfestum hinn 19. júlí 2006 í Ráðherrabústaðnum í Reykjavík í lok starfs Ásmundarnefndarinnar voru eftirfarandi: Hækkun lífeyrisgreiðslna almannatrygginga. Einföldun bótakerfisins með fækkun og sameiningu bótaflokka. Lækkun skerðingar bóta vegna tekna maka. Lækkun skerðingar bóta vegna annarra tekna bótaþega. Tekið verði upp frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega. Hækkun vasapeninga. Starfslok verði sveigjanleg þannig að lífeyrisgreiðslur hækki við frestun á töku lífeyris. Heimaþjónusta verði stóraukin og áhersla færð frá stofnanaþjónustu. Fjármagn sem nú gengur til reksturs stofnana úr Framkvæmdasjóði aldraðra gangi til uppbyggingar öldrunarstofnana. Verulega aukið fjármagn til framkvæmda og reksturs til átaks vegna biðlista eftir hjúkrunarrými. Aukin áhersla verði lögð á fullnægjandi framboð þjónustu- og öryggisíbúða. Ég bið svo Hrannar B. Arnarsson að spara stóru orðin og bera ekki á mig ósannindi. Ég skal glaður, ef félagsmálaráðherra kýs svo, vera gestur á þessum morgunfundi þar sem þetta fólk sem ég hef nefnt hér mun bæði reikna út sinn skerta hlut og segja satt.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Sjá meira
Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, sendi mér tóninn í laugardagsblaðinu. Hrannar vænir mig um að fara með ósannindi og lætur að því liggja að slíkt leggi ég í vana minn. Sem betur fer bý ég við þá gæfu að fáir væna mig um það sem stjórnmálamann að fara með ósannindi eða hafa rangt við. Samfylkingin vissi hins vegar fyrir síðustu kosningar að samningur er samningur og við hann á að standa. Ég fór í minni eldhúsdagsræðu yfir þær fullyrðingar sem fulltrúar bæði aldraðra og öryrkja lögðu fyrir félagsmálanefnd Alþingis. Það sem enn fremur staðfestir brot ríkisstjórnarinnar á svonefndu Ásmundarsamkomulagi er það að Alþýðusamband Íslands hefur reiknað það svo að það vanti átta til tíu þúsund krónur í umslög aldraðra og öryrkja um hver mánaðamót, eða um 3,6 milljarða á ári. Ég minnti þar Samfylkinguna á að ASÍ kann að reikna og hef engan heyrt vefengja það og alls ekki Samfylkinguna. Enda fór svo í utandagskrárumræðu á Alþingi, sem ég átti við forsætisráðherra, að þeir Helgi Hjörvar alþingismaður og Ellert Schram viðurkenndu að í þessu máli væri brotalöm. Ég hvet þig, ágæti Hrannar, til þess að þið Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra eigið fund með ASÍ, þar sem kæmu Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, Halldór Sævar Guðbergsson, formaður ÖBÍ, Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ, Helgi Hjálmarsson, formaður LEB, og Margrét Marteinsdóttir, formaður FEB. Gott væri einnig að bjóða Ingibjörgu Sólrúnu og Össuri á fundinn. Ekkert af þessu fólki tilheyrir því miður Framsóknarflokknum en þetta fólk myndi staðfesta allt það sem ég sagði um svikin á Ásmundarsamkomulaginu. Ágæti Hrannar. Lokaorð greinar þinnar um afrek Samfylkingarinnar á fyrsta ári hennar í ríkisstjórn ber vott um hroka og eru í ætt við áttatíu prósent vitleysuna hennar Ingibjargar Sólrúnar sem henti Geir H. Haarde að éta upp eftir henni. Lægstu laun á vinnumarkaði hækkuðu um 18 þúsund krónur í samningum í vetur en bætur almannatrygginga aðeins um 8-10 þúsund krónur í kjölfarið. Lífeyrisþegar telja þess vegna í dag að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hafi svikið sig um kjarabætur og á ný valið sér annað viðmið til að spara peninga. Ég læt svo fylgja hér með hvert ríkisstjórnin getur sótt mörg önnur atriði sem koma öldruðum og öryrkjum til bóta. Þær niðurstöður sem við framsóknarmenn ásamt sjálfstæðismönnum staðfestum hinn 19. júlí 2006 í Ráðherrabústaðnum í Reykjavík í lok starfs Ásmundarnefndarinnar voru eftirfarandi: Hækkun lífeyrisgreiðslna almannatrygginga. Einföldun bótakerfisins með fækkun og sameiningu bótaflokka. Lækkun skerðingar bóta vegna tekna maka. Lækkun skerðingar bóta vegna annarra tekna bótaþega. Tekið verði upp frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega. Hækkun vasapeninga. Starfslok verði sveigjanleg þannig að lífeyrisgreiðslur hækki við frestun á töku lífeyris. Heimaþjónusta verði stóraukin og áhersla færð frá stofnanaþjónustu. Fjármagn sem nú gengur til reksturs stofnana úr Framkvæmdasjóði aldraðra gangi til uppbyggingar öldrunarstofnana. Verulega aukið fjármagn til framkvæmda og reksturs til átaks vegna biðlista eftir hjúkrunarrými. Aukin áhersla verði lögð á fullnægjandi framboð þjónustu- og öryggisíbúða. Ég bið svo Hrannar B. Arnarsson að spara stóru orðin og bera ekki á mig ósannindi. Ég skal glaður, ef félagsmálaráðherra kýs svo, vera gestur á þessum morgunfundi þar sem þetta fólk sem ég hef nefnt hér mun bæði reikna út sinn skerta hlut og segja satt.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun