Olíuverð enn á uppleið 21. ágúst 2008 12:41 Mun dýrara er að fylla á bílinn nú en fyrir ári. Mynd/AFP Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað í dag, þriðja daginn í röð. Helsta ástæðan er gremja Rússa í garð Bandaríkjamanna, sem ætla að byggja upp búnað fyrir hnattrænt eldflaugavarnakerfi í Póllandi. Þá hefur verið skrúfað fyrir flutning á hráolíu við nokkrar hafnir í Rússlandi vegna stríðsátaka í Georgíu. Öll röskun á olíuflutningum hefur áhrif á verðið. Þá spilar inn í veikning bandaríkjadals í vikunni auk þess sem fjárfestar hafa tekið að fjárfesta á ný á hrávörumarkaði eftir gengislækkun á fjármálamarkaði og ótta við frekari skell í bankaheiminum. Í ofanálag dró úr eldsneytisbirgðum á milli vikna í Bandaríkjunum í síðustu viku, að því er fram kemur í opinberum tölum sem gefnar voru út í gær. Birgðirnar drógust saman um 6,2 milljónir tunna sem er tvöfalt meira en sérfræðingar höfðu reiknað með. Verð á framvirkum samningum á hráolíu, sem afhent verður í október, hækkaði um 2,269 dali á tunnu í dag, eða um 2,3 prósent og fór í 118,25 dali á tunnu á markaði í Bandaríkjunum. Þá fór verðið á Brent-olíu í 116,75 dali á tunnu á markaði Bretlandi. Olíuverðið fór í rúma 147 dali á tunnu í júlí og hefur þessu samkvæmt lækkað um 21 prósent síðan þá. Verðið er engu að síður 68 prósentum hærra en á sama tíma í fyrra. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað í dag, þriðja daginn í röð. Helsta ástæðan er gremja Rússa í garð Bandaríkjamanna, sem ætla að byggja upp búnað fyrir hnattrænt eldflaugavarnakerfi í Póllandi. Þá hefur verið skrúfað fyrir flutning á hráolíu við nokkrar hafnir í Rússlandi vegna stríðsátaka í Georgíu. Öll röskun á olíuflutningum hefur áhrif á verðið. Þá spilar inn í veikning bandaríkjadals í vikunni auk þess sem fjárfestar hafa tekið að fjárfesta á ný á hrávörumarkaði eftir gengislækkun á fjármálamarkaði og ótta við frekari skell í bankaheiminum. Í ofanálag dró úr eldsneytisbirgðum á milli vikna í Bandaríkjunum í síðustu viku, að því er fram kemur í opinberum tölum sem gefnar voru út í gær. Birgðirnar drógust saman um 6,2 milljónir tunna sem er tvöfalt meira en sérfræðingar höfðu reiknað með. Verð á framvirkum samningum á hráolíu, sem afhent verður í október, hækkaði um 2,269 dali á tunnu í dag, eða um 2,3 prósent og fór í 118,25 dali á tunnu á markaði í Bandaríkjunum. Þá fór verðið á Brent-olíu í 116,75 dali á tunnu á markaði Bretlandi. Olíuverðið fór í rúma 147 dali á tunnu í júlí og hefur þessu samkvæmt lækkað um 21 prósent síðan þá. Verðið er engu að síður 68 prósentum hærra en á sama tíma í fyrra.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira