Í kvöld varð endanlega ljóst hvaða lið fara áfram í 32-liða úrslit Evrópukeppni félagsliða, en dregið verður í 32- og 16-liða úrslit keppninnar á morgun.
Í A-riðli vann PSG 4-0 sigur á Twente og Santander vann auðveldan 3-1 sigur á arfaslöku liði Manchester City. City endaði samt í efsta sæti riðilsins og fer áfram ásamt Twente og PSG.
Í B-riðli vann Metalist Kharkiv 1-0 útisigur á Benfica og Olympiakos vann Hertha Berlin 4-0. Þar fara Metalist, Galatasaray og Olympiakos áfram.
Í C-riðli vann Sampdoria góðan 1-0 sigur á Sevilla og sópaði spænska liðinu þar með út úr keppninni. Standard hirti toppsætið þrátt fyrir 4-0 tap fyrir Stuttgart í kvöld og þar eru Stuttgart og Sampdoria líka komin áfram.
Í D-riðli mætti Tottenham liði Spartak Moskvu á heimavelli sínum og lenti undir 2-0 en náði að jafna 2-2 með mörkum frá Luca Modric og Tom Huddlestone á sex mínútna kafla í síðari hálfleik.
Udinese náði efsta sæti riðilsins þrátt fyrir 2-0 tap fyrir NEC í kvöld, Tottenham tók annað sætið og NEC það þriðja.
Hér fyrir neðan má sjá liðin sem verða í pottinum á morgun þegar dregið verður í 32- og svo 16-liða úrslitin:
Sigurvegarar í riðli: Man City, Metalist, Standard, Udinese, Wolfsburg, HSV, St. Etienne og CSKA Moskva.
Annað sæti í riðli: Twente, Galatasaray, Stuttgart, Tottenham, AC MIlan, Ajax, Valencia og Deportivo.
Þriðja sæti í riðli: PSG, Olympiakos, Sampdoria, Nijmegen, Braga, Aston Villa, FC Kaupmannahöfn og Lech Poznari.
Lið úr Meistaradeild Evrópu: Bordeaux, Werder Bremen, Shakhtar Donetsk, Marseille, Álaborg, Fiorentina, Dymano Kiev og Zenit Pétursborg.
* Lið frá sama landi geta ekki lent saman í 32-liða úrslitunum.
* Sigurvegari í riðli lendir á móti liði sem hafnaði í þriðja sæti í riðli og liðin sem höfnuðu í öðru sæti í riðli lenda á móti liðum sem koma úr Meistaradeildinni.
* Liðin sem lentu í fyrsta og öðru sæti í sínum riðli fá síðari leikinn á heimavelli.
Leikirnir í 32-liða úrslitum fara fram dagana 18./19. og 26. febrúar.
Leikirnir í 16-liða úrslitunum fara fram 12. og 18./19. mars.