Kaupþing hækkar um 8% í Svíþjóð 19. september 2008 09:05 Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings. Mynd/VIlhelm Gengi hlutabréfa í Kaupþingi, sem skráð eru í kauphöllina í Svíþjóð, hefur hækkað um tæp átta prósent í dag. Þetta er í takti við mikla jákvæðni á erlendum hlutabréfamörkuðum eftir fulltrúar Bandaríkjaþings, fjármálaráðherra landsins og seðlabankastjóra, ákváðu í gær að að stofna sérstakan sjóð til að kaupa undirmálslán af bankakerfinu. Þá hefur gengi hlutabréfa í finnska fjármálafyrirtækinu Storebrand, sem Kaupþing og Exista eiga þriðjungshlut í, hækkað um tæp 10 prósent prósent og í Sampo, sem Exista á tæpan fimmtungshlut í, hækkað um 8,17 prósent. Mikil vanskil á lánum af þessu tagi er ein róta lausafjárkreppunnar, sem nú hefur riðið alþjóðlegum fjármálamörkuðum í rúmt ár. Ákvörðunin, sem lak út í gær, hleypti nýju lífi inn á bandarískan fjármálamarkað og rauk gengi hlutabréfa þar upp í gær. Nikkei-vísitalan rauk upp um 3,76 prósent í morgun. Þá hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi hækkað um 6,7 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi hækkað um 4 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi hækkað um 5,72 prósent. Mikil hækkun hefur sömuleiðis verið á norrænum hlutabréfamörkuðum. C-20 vísitalan í Danmörku hefur hækkað um 4,6 prósent, vísitalan í kauphöllinni í Stokkhólmi um 6,5 prósent, vísitalan í kauphöllinni í Helsinki í Finnlandi um 5,7 prósent og vísitalan í kauphöllinni í Ósló í Noregi farið upp um 4,6 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Kaupþingi, sem skráð eru í kauphöllina í Svíþjóð, hefur hækkað um tæp átta prósent í dag. Þetta er í takti við mikla jákvæðni á erlendum hlutabréfamörkuðum eftir fulltrúar Bandaríkjaþings, fjármálaráðherra landsins og seðlabankastjóra, ákváðu í gær að að stofna sérstakan sjóð til að kaupa undirmálslán af bankakerfinu. Þá hefur gengi hlutabréfa í finnska fjármálafyrirtækinu Storebrand, sem Kaupþing og Exista eiga þriðjungshlut í, hækkað um tæp 10 prósent prósent og í Sampo, sem Exista á tæpan fimmtungshlut í, hækkað um 8,17 prósent. Mikil vanskil á lánum af þessu tagi er ein róta lausafjárkreppunnar, sem nú hefur riðið alþjóðlegum fjármálamörkuðum í rúmt ár. Ákvörðunin, sem lak út í gær, hleypti nýju lífi inn á bandarískan fjármálamarkað og rauk gengi hlutabréfa þar upp í gær. Nikkei-vísitalan rauk upp um 3,76 prósent í morgun. Þá hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi hækkað um 6,7 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi hækkað um 4 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi hækkað um 5,72 prósent. Mikil hækkun hefur sömuleiðis verið á norrænum hlutabréfamörkuðum. C-20 vísitalan í Danmörku hefur hækkað um 4,6 prósent, vísitalan í kauphöllinni í Stokkhólmi um 6,5 prósent, vísitalan í kauphöllinni í Helsinki í Finnlandi um 5,7 prósent og vísitalan í kauphöllinni í Ósló í Noregi farið upp um 4,6 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira