Gengi hlutabréfa hefur lækkað nokkuð í evrópskum kauphöllum í dag.
FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur lækkað um 0,54 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi hefur lækkað um 0,74 prósent og Cac-40 hlutabréfavísitalan í Frakklandi hefur lækkað um 0,57 prósent.
Þá hefur gengi bréfa í norrænum kauphöllum lækkað nokkuð sömuleiðis. Samnorræna hlutabréfavísitalan OMX-40 hefur lækkað um 1,68 prósent. Mest er lækkunin í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í Danmörku en C-20 vísitalan hefur fallið um 3,38 prósent frá því viðskipti hófust í dag.
Vísitalan í Svíþjóð hefur lækkað um 1,88 prósent og í Helsinki um 1,79 prósent.
Úrvalsvísitalan hefur á sama tíma lækkað um 1,26 prósent í Kauphöll Íslands.