Tíu ára plötugerð á enda 26. september 2008 07:15 Kristinn Gunnar Blöndal Fyrsta sólóplata Kristins Gunnars, Happiness & Woe, kemur út í lok október. fréttablaðið/auðunn Tónlistarmaðurinn Bob Justman, sem heitir réttu nafni Kristinn Gunnar Blöndal, hefur sent frá sér hið hugljúfa lag Most of All sem verður að finna á fyrstu sólóplötu hans, Happiness & Woe. Tíu ár eru liðin síðan Kristinn bjó til fyrstu prufuupptökuna fyrir plötuna og hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan. „Ég tók hana fyrst upp alla og henti henni, svo byrjaði ég að taka hana upp annars staðar og hætti við það líka. Síðan í þriðja skiptið gekk það upp en það tók tvö og hálft ár," segir Kristinn, sem er dauðfeginn því að platan sé loksins að koma út. „Ég var mörgum sinnum við það að gefast upp en maður verður að klára svona lagað. Um tíma fannst mér þetta vera orðið eins og fólk héldi að þetta væri einhvers konar geðveila," bætir hann við um endalaus loforð sín um útgáfu plötunnar. „En það er annað sem hefur komið með þessum töfum. Þarna eru hlutir sem hefðu ekki verið jafngóðir og þeir eru núna. Þetta bara tók nákvæmlega jafnlangan tíma og það átti að taka." Með Flís í hljóðverinuKristinn, sem hefur spilað með Ensími og Botnleðju, fékk til liðs við sig hljómsveitina Flís við upptökurnar sem Gunnar Tynes úr múm stjórnaði. Einnig kom strengjasveitin Amiina við sögu auk þess sem Orri Páll Dýrason úr Sigur Rós trommaði í einu lagi. Kristinn er þegar búinn að semja plötu númer tvö og lofar að eyða ekki jafnlöngum tíma í gerð hennar. [email protected] Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bob Justman, sem heitir réttu nafni Kristinn Gunnar Blöndal, hefur sent frá sér hið hugljúfa lag Most of All sem verður að finna á fyrstu sólóplötu hans, Happiness & Woe. Tíu ár eru liðin síðan Kristinn bjó til fyrstu prufuupptökuna fyrir plötuna og hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan. „Ég tók hana fyrst upp alla og henti henni, svo byrjaði ég að taka hana upp annars staðar og hætti við það líka. Síðan í þriðja skiptið gekk það upp en það tók tvö og hálft ár," segir Kristinn, sem er dauðfeginn því að platan sé loksins að koma út. „Ég var mörgum sinnum við það að gefast upp en maður verður að klára svona lagað. Um tíma fannst mér þetta vera orðið eins og fólk héldi að þetta væri einhvers konar geðveila," bætir hann við um endalaus loforð sín um útgáfu plötunnar. „En það er annað sem hefur komið með þessum töfum. Þarna eru hlutir sem hefðu ekki verið jafngóðir og þeir eru núna. Þetta bara tók nákvæmlega jafnlangan tíma og það átti að taka." Með Flís í hljóðverinuKristinn, sem hefur spilað með Ensími og Botnleðju, fékk til liðs við sig hljómsveitina Flís við upptökurnar sem Gunnar Tynes úr múm stjórnaði. Einnig kom strengjasveitin Amiina við sögu auk þess sem Orri Páll Dýrason úr Sigur Rós trommaði í einu lagi. Kristinn er þegar búinn að semja plötu númer tvö og lofar að eyða ekki jafnlöngum tíma í gerð hennar. [email protected]
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira