Kimi Raikkönen verður fremstur á ráspól í franska kappakstrinum í Formúlu 1 á morgun.
Félagi hans hjá Ferrari, Felipe Massa, reyndi að bæta tíma hans í blálok tímatökunnar en hann varð að láta sér annað sætið að góðu.
Lewis Hamilton á McLaren varð þriðji og Fernando Alonso á Renault fjórði.
Trulli, Kovalainen og Kubica komu svo næstir.
Þeir Hamilton og Nico Rosberg þurfa báðir að byrja tíu sætum aftar í kappakstrinum á morgun eftir árekstra þeirra í síðustu keppni. Rosberg náði fimmtánda sæti og byrjar því aftastur á morgun en Hamilton verður í þrettánda sæti á ráspól.
Rangers
Tottenham