Sebastian Bourdais: Mögnuð braut í Singapúr 24. september 2008 13:24 Brautin í Singapúr verður flóðlýst og liggur um hafnarsvæðið og miðborgina. mynd: kappakstur.is Fjórfaldi Ameríkumeistarinn í kappakstri segir nýju Formúlu 1 brautina í Singapúr magnað mannvirki. Hann rölti brautina fyrstur ökumanna sem komnir eru á staðinn. Bourdais hefur mesta reynslu ökumanna í Formúlu 1 af akstri á götubrautum, en hann varð meistari í bandarískri mótaröð fjögur ár í röð. Þar er ekið mikið á götum borga. Í Singapúr verður flóðlýsing notuð í Formúlu 1 móti í fyrsta skipti og er brautin lýst upp með 1500 sérhönnuðum kösturum. „Þetta er nánast eins og að um dagsbirtu sé að ræða. Þessi fljóðljós virka svakalega og menn hafa unnið aðdáuvert verk hérna. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Ég gekk brautina í gærkvöldi og það er búið að leggja mikla vinnu í þessi mannvirki", segir Bourdais um brautina. „Það eina sem ég hef áhyggur af er tíunda beygja brautarinnar sem er þröngur hlykkur. Þar eru háir kantar til að varna því að ökumenn stytti sér leið, en það er hætta á því að skemma bílanna. Ég var hissa á að sjá þetta. Þá er aðreinin inn á þjónustusvæðið varasöm og hætta á óhappi, þar sem hraði manna inn á brautinni og þeirra sem beygja inn í þjónustuhlé er ekki sá sami." „Ég vona bara að það rigni ekki eins og spáð er fyrir helgina. Ég bjó á Florida og þá rigndi á kvöldin og varð sannkallað úrhelli. Ef það verður raunin, þá er eini farkosturinn bátur!," sagði Bourdais. Hann var fjórði á ráslínu í síðustu keppni, en félagi hans hjá Torro Rosso vann mótið, sem var á Ítalíu í hellirigningu. Þrumuveðri er spáð alla mótshelgina og þá sérstaklega á kvöldin, en þá fara allar æfingar, tímatakan og kappaksturinn fram. Stöð 2 Sport sýnir beint frá öllum viðburðum helgarinnar. Formúla Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Fjórfaldi Ameríkumeistarinn í kappakstri segir nýju Formúlu 1 brautina í Singapúr magnað mannvirki. Hann rölti brautina fyrstur ökumanna sem komnir eru á staðinn. Bourdais hefur mesta reynslu ökumanna í Formúlu 1 af akstri á götubrautum, en hann varð meistari í bandarískri mótaröð fjögur ár í röð. Þar er ekið mikið á götum borga. Í Singapúr verður flóðlýsing notuð í Formúlu 1 móti í fyrsta skipti og er brautin lýst upp með 1500 sérhönnuðum kösturum. „Þetta er nánast eins og að um dagsbirtu sé að ræða. Þessi fljóðljós virka svakalega og menn hafa unnið aðdáuvert verk hérna. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Ég gekk brautina í gærkvöldi og það er búið að leggja mikla vinnu í þessi mannvirki", segir Bourdais um brautina. „Það eina sem ég hef áhyggur af er tíunda beygja brautarinnar sem er þröngur hlykkur. Þar eru háir kantar til að varna því að ökumenn stytti sér leið, en það er hætta á því að skemma bílanna. Ég var hissa á að sjá þetta. Þá er aðreinin inn á þjónustusvæðið varasöm og hætta á óhappi, þar sem hraði manna inn á brautinni og þeirra sem beygja inn í þjónustuhlé er ekki sá sami." „Ég vona bara að það rigni ekki eins og spáð er fyrir helgina. Ég bjó á Florida og þá rigndi á kvöldin og varð sannkallað úrhelli. Ef það verður raunin, þá er eini farkosturinn bátur!," sagði Bourdais. Hann var fjórði á ráslínu í síðustu keppni, en félagi hans hjá Torro Rosso vann mótið, sem var á Ítalíu í hellirigningu. Þrumuveðri er spáð alla mótshelgina og þá sérstaklega á kvöldin, en þá fara allar æfingar, tímatakan og kappaksturinn fram. Stöð 2 Sport sýnir beint frá öllum viðburðum helgarinnar.
Formúla Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira