Massa lærði mikið af Schumacher 23. október 2008 16:03 Felipe Massa hefur notið stuðnings Michael Schumacher og þeim er vel til vina. mynd: kappakstur.is Brasilíumaðurinn Felipe Massa á möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1 þegar hann keppir á heimavelli um aðra helgi. Á fyrsta ári í Formúlu 1 þótti hann vilttur ökumaður en hann segist hafa lært mikið af læriföður sínum Michael Schumacher. "Ég lærði mest á árinum með Schumacher. Byrjaði sem þróunar og varaökumaður með Schumacher og Rubens Barrichello. Þá lærði ég að skynja þarfir toppökumanna. Ég var eins og nemi í kennslustund hjá Schumacher sem var prófessorinn minn", sagði Massa á fundi með fréttamönnum um mótið á heimavelli hans. "Ég lærði að hafa munninn fyrir neðan nefið og aka af yfirvegun. Ég reyndi samt aldrei að vera betri en hann til að sanna mig. Hann var í sérflokki og ég bara beið míns tíma. Ég var alveg sáttur við þá stöðu þegar ég byrjaði að keppa með honum í stað Barrichello." Massa er sjö stigum á eftir Lewis Hamilton í keppni ökumanna og verður að vinna á heimavelli til að eiga bestu möguleika á titilinum og þá verður Hamilton að falla úr leik, eða ná ekki ofar en sjötta sæti. "Það er gaman að geta keppt um titilinn og það á heimavelli. Það verður spennandi viðureign", sagði Massa. Fjölskylda hans og eiginkona mæta á öll mót og faðir Massa hefur fylgt honum hvert fótmál í kappakstri frá unga aldri. Sjá brautina í Brasilíu Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Brasilíumaðurinn Felipe Massa á möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1 þegar hann keppir á heimavelli um aðra helgi. Á fyrsta ári í Formúlu 1 þótti hann vilttur ökumaður en hann segist hafa lært mikið af læriföður sínum Michael Schumacher. "Ég lærði mest á árinum með Schumacher. Byrjaði sem þróunar og varaökumaður með Schumacher og Rubens Barrichello. Þá lærði ég að skynja þarfir toppökumanna. Ég var eins og nemi í kennslustund hjá Schumacher sem var prófessorinn minn", sagði Massa á fundi með fréttamönnum um mótið á heimavelli hans. "Ég lærði að hafa munninn fyrir neðan nefið og aka af yfirvegun. Ég reyndi samt aldrei að vera betri en hann til að sanna mig. Hann var í sérflokki og ég bara beið míns tíma. Ég var alveg sáttur við þá stöðu þegar ég byrjaði að keppa með honum í stað Barrichello." Massa er sjö stigum á eftir Lewis Hamilton í keppni ökumanna og verður að vinna á heimavelli til að eiga bestu möguleika á titilinum og þá verður Hamilton að falla úr leik, eða ná ekki ofar en sjötta sæti. "Það er gaman að geta keppt um titilinn og það á heimavelli. Það verður spennandi viðureign", sagði Massa. Fjölskylda hans og eiginkona mæta á öll mót og faðir Massa hefur fylgt honum hvert fótmál í kappakstri frá unga aldri. Sjá brautina í Brasilíu
Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira