Hamilton sigraði á Spa 7. september 2008 13:40 NordicPhotos/GettyImages Lewis Hamilton hafði sigur í Belgíukappakstrinum á Spá brautinn í dag eftir spennandi einvígi við Kimi Raikkönen á lokasprettinum. Rigning setti svip sinn á einvígið, sem endaði með því að Finninn ók út af brautinni og féll úr keppni þegar tveir hringir voru eftir. Áhorfendur á Spa stóðu á öndinni þegar keppendur óku síðustu hringina, en þá var brautin orðin flughál og bílarnir skautuðu til og frá þar sem ekki þótti ráðlegt að skipta á regndekk svo seint í keppninni. Raikkönen hafði verið í forystunni eftir frábæran akstur, en missti Hamilton fram úr sér þegar skammt var eftir af keppninni. Kappið var full mikið í Hamilton og sneri hann bílnum í bleytunni og missti Ferrari-manninn aftur fram úr sér. Raikkönen virtist ekki standast pressuna og ók út af og færði Hamilton sigurinn. Felipe Massa á Ferrari tók þriðja sæti og er nú átta stigum á eftir Hamilton í keppni ökumanna og Nick Heidfeld hjá BMW tók frábæran endasprett og vippaði sér úr áttunda sæti og í það þriðja eftir að hann skipti á regndekk. Það sama gerði Fernando Alonso hjá Renault og það skilaði honum í fjórða sætið, sem hann hélt reyndar lengst af í keppninni. Fremstu menn á Spa: 1. Hamilton (McLaren) 2. Massa (Ferrari) 3. Heidfeld (BMW Sauber) 4. Alonso (Renault) 5. Vettel (Toro Rosso) 6. Kubica (BWM Sauber) 7. Bourdais (Toro Rosso) 8. Glock (Toyota) Formúla Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton hafði sigur í Belgíukappakstrinum á Spá brautinn í dag eftir spennandi einvígi við Kimi Raikkönen á lokasprettinum. Rigning setti svip sinn á einvígið, sem endaði með því að Finninn ók út af brautinni og féll úr keppni þegar tveir hringir voru eftir. Áhorfendur á Spa stóðu á öndinni þegar keppendur óku síðustu hringina, en þá var brautin orðin flughál og bílarnir skautuðu til og frá þar sem ekki þótti ráðlegt að skipta á regndekk svo seint í keppninni. Raikkönen hafði verið í forystunni eftir frábæran akstur, en missti Hamilton fram úr sér þegar skammt var eftir af keppninni. Kappið var full mikið í Hamilton og sneri hann bílnum í bleytunni og missti Ferrari-manninn aftur fram úr sér. Raikkönen virtist ekki standast pressuna og ók út af og færði Hamilton sigurinn. Felipe Massa á Ferrari tók þriðja sæti og er nú átta stigum á eftir Hamilton í keppni ökumanna og Nick Heidfeld hjá BMW tók frábæran endasprett og vippaði sér úr áttunda sæti og í það þriðja eftir að hann skipti á regndekk. Það sama gerði Fernando Alonso hjá Renault og það skilaði honum í fjórða sætið, sem hann hélt reyndar lengst af í keppninni. Fremstu menn á Spa: 1. Hamilton (McLaren) 2. Massa (Ferrari) 3. Heidfeld (BMW Sauber) 4. Alonso (Renault) 5. Vettel (Toro Rosso) 6. Kubica (BWM Sauber) 7. Bourdais (Toro Rosso) 8. Glock (Toyota)
Formúla Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira