Lögin eru háð geðsveiflum 28. nóvember 2008 06:45 Þormóður Dagsson, Svavar Pétur Eysteinsson, Berglind Häsler og Örn Ingi Ágústsson skipa hljómsveitina Skakkamanage sem gefur út aðra plötu sína í dag. mynd/orri jónsson Önnur plata hljómsveitarinnar Skakkamanage kemur út í dag. Á ýmsu gekk við upptökurnar. Upptökur á nýjustu plötu Skakkamanage, All Over the Face, reyndu svo mjög á taugar forsprakkans Svavars Péturs Eysteinssonar að hann þurfti að leggjast inn á heilsuhæli í miðjum upptökum. „Þetta tók svo mikið á að ég þurfti að leggjast inn til að ná mér niður og til að endurforrita mig fyrir framtíðina," segir Svavar. „Þetta er frægt heilsuhæli í útjaðri höfuðborgarsvæðisins þar sem fólk á öllum aldri getur hvílt sig og komið út sem betri manneskjur. Það er meira en að segja það að klambra saman heilli plötu í einni lotu." Platan var tekin upp „live" á frekar skömmum tíma og var keyrslan því mikil í hljóðverinu. Svo mikil að upptökustjórinn Orri Jónsson úr Slowblow hefur tekið þá ákvörðun að hljóðrita ekki fleiri hljómsveitir í framtíðinni, hvorki meira né minna. All Over the Face hefur að geyma ljúfsárar ballöður í bland við hávaðarokk. „Lögin eru háð okkar geðsveiflum og fara úr miklum rólegheitum í miklar öfgar," segir Svavar, sem fyrr á árinu barðist hvað harðast fyrir húsafriðun í miðborg Reykjavíkur. Krafðist hann þess meðal annars að barinn Sirkus yrði látinn vera, en án árangurs. Hann vill þó ekki meina að textarnir á plötunni feli í sér þennan boðskap. „Ég held að það sé frekar að pirringurinn í garð Reykjavíkurborgar, skipulagsyfirvalda og útþenslu kapítalismans hafi skilað sér í lögin frekar en textana." Hann býr nú á Seyðisfirði ásamt eiginkonu sinni, Berglindi Häsler, sem er líka í Skakkamanage. „Það hefur gengið á ýmsu í þessu bandi. Maður er búinn að stökkbreytast algjörlega, fluttur út á land og búinn að hvíla sig á Reykjavík í bili. Ég tek henni fagnandi aftur þegar ég verð búinn að sættast við hana á ný." Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Önnur plata hljómsveitarinnar Skakkamanage kemur út í dag. Á ýmsu gekk við upptökurnar. Upptökur á nýjustu plötu Skakkamanage, All Over the Face, reyndu svo mjög á taugar forsprakkans Svavars Péturs Eysteinssonar að hann þurfti að leggjast inn á heilsuhæli í miðjum upptökum. „Þetta tók svo mikið á að ég þurfti að leggjast inn til að ná mér niður og til að endurforrita mig fyrir framtíðina," segir Svavar. „Þetta er frægt heilsuhæli í útjaðri höfuðborgarsvæðisins þar sem fólk á öllum aldri getur hvílt sig og komið út sem betri manneskjur. Það er meira en að segja það að klambra saman heilli plötu í einni lotu." Platan var tekin upp „live" á frekar skömmum tíma og var keyrslan því mikil í hljóðverinu. Svo mikil að upptökustjórinn Orri Jónsson úr Slowblow hefur tekið þá ákvörðun að hljóðrita ekki fleiri hljómsveitir í framtíðinni, hvorki meira né minna. All Over the Face hefur að geyma ljúfsárar ballöður í bland við hávaðarokk. „Lögin eru háð okkar geðsveiflum og fara úr miklum rólegheitum í miklar öfgar," segir Svavar, sem fyrr á árinu barðist hvað harðast fyrir húsafriðun í miðborg Reykjavíkur. Krafðist hann þess meðal annars að barinn Sirkus yrði látinn vera, en án árangurs. Hann vill þó ekki meina að textarnir á plötunni feli í sér þennan boðskap. „Ég held að það sé frekar að pirringurinn í garð Reykjavíkurborgar, skipulagsyfirvalda og útþenslu kapítalismans hafi skilað sér í lögin frekar en textana." Hann býr nú á Seyðisfirði ásamt eiginkonu sinni, Berglindi Häsler, sem er líka í Skakkamanage. „Það hefur gengið á ýmsu í þessu bandi. Maður er búinn að stökkbreytast algjörlega, fluttur út á land og búinn að hvíla sig á Reykjavík í bili. Ég tek henni fagnandi aftur þegar ég verð búinn að sættast við hana á ný."
Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp