Hagvöxtur jókst um 0,6 prósent á fjórða og síðasta fjórðungi nýliðins árs í Bandaríkjunum. Til samanburðar var hagvöxtur 4,9 prósent á þriðja ársfjórðungi.
Lausafjárþurrðin, snörp verðlækkun á fasteignamarkaði og undirmálskrísan á seinni hluta árs olli því að hagvöxtur ársins vestanhafs nemur einungis 2,2 prósent en hann hefur ekki verið minni síðan árið 2002.
Niðurstaðan á síðasta ársfjórðungi er talsvert undir væntingum en markaðsaðilar reiknuðu almennt með að þótt hægja muni á hagvexti myndi hann ekki fara undir 1,2 prósent.