Óánægja með stýrivaxtaákvörðun á evrusvæðinu 7. febrúar 2008 13:36 Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri evrópska seðlabankans. Mynd/AFP Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Þrýst hefur verið á bankann að hann fylgi fordæmi bandaríska og breska seðlabankans og færi vextina niður, svo sem til að lækka gengi evru gagnvart helstu gjaldmiðlum og blása þannig lífi í útflutning frá evrusvæðinu. Nokkrir markaðsaðilar hafa horft til þess að evrópski seðlabankinn myndi koma til móts við erfiðar markaðsaðstæður og lækka vextina. Íslenskir markaðsaðilar eru þar á meðal en hugsanlegt þykir að Seðlabanki Íslands horfi til aðgerða kollega síns á evrusvæðinu. Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri, sem flytur rökstuðning bankastjórnarinnar fyrir ákvörðuninni síðar í dag, hefur hins vegar staðið fast á því að bankinn eigi fremur að nýta stjórntæki sitt til að halda verðbólgu niðri en að auka fjárflæði á fjármálamörkuðum. Bankinn hefur engu að síður gripið til aðgerða, svo sem með því að veita milljörðum evra inn í efnahagslífið. Reiknað er með að Trichet höggvi í sömu knérunn á fundi sínum í dag. Fjárfestar hafa tekið ákvörðun bæði Englandsbanka og evrópska seðlabankans afar illa. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur nú fallið um 2,4 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 2,7 prósent og hin franska CAC-40 um 2,3 prósent. Þá standa hlutabréfamarkaðir á Norðurlöndunum sömuleiðis á rauðu. Mesta lækkunin er í kauphöllum í Ósló í Noregi og í Helsinki í Finnlandi en báðir markaði hafa fallið um rúm þrjú prósent í dag. Til samanburðar hefur Úrvalsvísitalan lækkað um rúm 1,4 prósent það sem af er dags eftir fall í gær. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Þrýst hefur verið á bankann að hann fylgi fordæmi bandaríska og breska seðlabankans og færi vextina niður, svo sem til að lækka gengi evru gagnvart helstu gjaldmiðlum og blása þannig lífi í útflutning frá evrusvæðinu. Nokkrir markaðsaðilar hafa horft til þess að evrópski seðlabankinn myndi koma til móts við erfiðar markaðsaðstæður og lækka vextina. Íslenskir markaðsaðilar eru þar á meðal en hugsanlegt þykir að Seðlabanki Íslands horfi til aðgerða kollega síns á evrusvæðinu. Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri, sem flytur rökstuðning bankastjórnarinnar fyrir ákvörðuninni síðar í dag, hefur hins vegar staðið fast á því að bankinn eigi fremur að nýta stjórntæki sitt til að halda verðbólgu niðri en að auka fjárflæði á fjármálamörkuðum. Bankinn hefur engu að síður gripið til aðgerða, svo sem með því að veita milljörðum evra inn í efnahagslífið. Reiknað er með að Trichet höggvi í sömu knérunn á fundi sínum í dag. Fjárfestar hafa tekið ákvörðun bæði Englandsbanka og evrópska seðlabankans afar illa. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur nú fallið um 2,4 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 2,7 prósent og hin franska CAC-40 um 2,3 prósent. Þá standa hlutabréfamarkaðir á Norðurlöndunum sömuleiðis á rauðu. Mesta lækkunin er í kauphöllum í Ósló í Noregi og í Helsinki í Finnlandi en báðir markaði hafa fallið um rúm þrjú prósent í dag. Til samanburðar hefur Úrvalsvísitalan lækkað um rúm 1,4 prósent það sem af er dags eftir fall í gær.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira