Sýnarmenn að tjaldabaki í Barcelona 28. febrúar 2008 13:11 Friðrik Þór mundar vélina á æfingasvæðinu Starfsmenn Sýnar dvöldu að tjaldabaki í Barcelona á æfingum keppnisliða síðustu daga, en það var liður í margslunginni þáttagerð sem stendur til hjá Sýn vegna Formúlu 1. Verið er að undirbúa fjölda nýrra þátta og sannkallaðrar kappakstursveislu vikuna fyrir fyrsta mót. Þá verður þáttur um frumsýningar keppnisliða, viðtöl við ökumenn og tæknimenn að tjaldabaki í Barcelona og fyrsti þátturinn af mörgum sem sýnir Formúlu 1 frá nýrri hlið, þáttur á mannlegu nótunum. Friðrik Þór Halldórsson myndatökumaður og Gunnlaugur Rögnvaldsson umsjónarmaður Formúlu 1 á Sýn kynntu sér gang mála hjá keppnisliðum í Barcelona þegar æfingar stóðu sem hæst og tóku fjölda aðila tali. Meðal þeirra Kimi Raikkönen hjá Ferrari, Íslandsvinina Nico Rosberg hjá Williams og Mark Webber hjá Red Bull Reanult. Þá ræddu þeir við fjölda tæknistjóra, m.a. Ross Brawn hjá Honda sem var áður aðalmaðurinn hjá Ferrari ásamt Michael Schumacher. Þátturinn um heimsókn Sýnar að tjaldabaki í Barcelona verður sýndur 12. mars, en tveimur dögum áður verður sýnt frá frumsýningum Formúlu 1 liða á Sýn. Formúla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Starfsmenn Sýnar dvöldu að tjaldabaki í Barcelona á æfingum keppnisliða síðustu daga, en það var liður í margslunginni þáttagerð sem stendur til hjá Sýn vegna Formúlu 1. Verið er að undirbúa fjölda nýrra þátta og sannkallaðrar kappakstursveislu vikuna fyrir fyrsta mót. Þá verður þáttur um frumsýningar keppnisliða, viðtöl við ökumenn og tæknimenn að tjaldabaki í Barcelona og fyrsti þátturinn af mörgum sem sýnir Formúlu 1 frá nýrri hlið, þáttur á mannlegu nótunum. Friðrik Þór Halldórsson myndatökumaður og Gunnlaugur Rögnvaldsson umsjónarmaður Formúlu 1 á Sýn kynntu sér gang mála hjá keppnisliðum í Barcelona þegar æfingar stóðu sem hæst og tóku fjölda aðila tali. Meðal þeirra Kimi Raikkönen hjá Ferrari, Íslandsvinina Nico Rosberg hjá Williams og Mark Webber hjá Red Bull Reanult. Þá ræddu þeir við fjölda tæknistjóra, m.a. Ross Brawn hjá Honda sem var áður aðalmaðurinn hjá Ferrari ásamt Michael Schumacher. Þátturinn um heimsókn Sýnar að tjaldabaki í Barcelona verður sýndur 12. mars, en tveimur dögum áður verður sýnt frá frumsýningum Formúlu 1 liða á Sýn.
Formúla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira