Rosberg vill í toppslaginn með Williams 28. febrúar 2008 14:22 Nico Rosberg hefur staðið sig vel á æfingum í Barcelona síðustu daga. Bæði Nico Rosberg og Kazuki Nakajima óku geysilega vel á æfingum í Barcelona í vikunni. Hraði Nakajima hefur komið mörgum á óvart og Rosberg er í fantaformi sem fyrr. Báðir eru synir fyrrum Formúlu 1 ökumanna og Rosberg telur það til hagsbóta fyrir Formúlu 1 að kappaksturs-eðlið gengur í erfðir. Nico Rosberg: Það er frábært fyrir Formúlu 1 að þessi þróun er raunveruleiki, að synir fyrrum Formúlu 1 ökumanna eru að ná fótestu í sömu íþrótt. Það er gaman hvað það er mikið jafnræði með okkur Kazuki. Áttu möguleika á sigri í mótum? Nico Rosberg: Trúlega ekki að svo komnu máli. Ferrari og McLaren eru sterkustu liðin, en á eftir koma Renault, BMW, Red Bull og Williams. Það er þéttur hópur og verður hörð barátta. Með heppni gæti ég náð verðlaunasæti. Er svekkjandi að hafa ekki sigurbíl undir höndum? Nico Rosberg: Nei. Ég held að það verði rauninn á næsta ári, að við getum unnið einstökm mót. Maður verður að sýna sjálfum sér og liðinu þolinmæði. Ég hef unnið í öllum mótaröðum sem ég hef tekið þátt í og sætti mig við stöðuna eins og hún er. Það samt stundum skrítið að vakna á morgnanna og vita að ég á ekki möguleika á sigri, vegna að þess að bíllinn til þess er ekki til staðar. En koma tímar, koma ráð. Ég vonast til að komast á toppinn þó síðar verði og vonandi með Williams.” sjá nánar á www.kappakstur.is Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bæði Nico Rosberg og Kazuki Nakajima óku geysilega vel á æfingum í Barcelona í vikunni. Hraði Nakajima hefur komið mörgum á óvart og Rosberg er í fantaformi sem fyrr. Báðir eru synir fyrrum Formúlu 1 ökumanna og Rosberg telur það til hagsbóta fyrir Formúlu 1 að kappaksturs-eðlið gengur í erfðir. Nico Rosberg: Það er frábært fyrir Formúlu 1 að þessi þróun er raunveruleiki, að synir fyrrum Formúlu 1 ökumanna eru að ná fótestu í sömu íþrótt. Það er gaman hvað það er mikið jafnræði með okkur Kazuki. Áttu möguleika á sigri í mótum? Nico Rosberg: Trúlega ekki að svo komnu máli. Ferrari og McLaren eru sterkustu liðin, en á eftir koma Renault, BMW, Red Bull og Williams. Það er þéttur hópur og verður hörð barátta. Með heppni gæti ég náð verðlaunasæti. Er svekkjandi að hafa ekki sigurbíl undir höndum? Nico Rosberg: Nei. Ég held að það verði rauninn á næsta ári, að við getum unnið einstökm mót. Maður verður að sýna sjálfum sér og liðinu þolinmæði. Ég hef unnið í öllum mótaröðum sem ég hef tekið þátt í og sætti mig við stöðuna eins og hún er. Það samt stundum skrítið að vakna á morgnanna og vita að ég á ekki möguleika á sigri, vegna að þess að bíllinn til þess er ekki til staðar. En koma tímar, koma ráð. Ég vonast til að komast á toppinn þó síðar verði og vonandi með Williams.” sjá nánar á www.kappakstur.is
Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira